Viðskipti

Átök í Högum: Krefjast hluthafafundar

Samherji er skráður fyrir 5,1 prósents hlut í Högum. Þá hefur félagið gert framvirka samninga um kaup 4,12 prósenta hlutar til viðbótar.

Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherja. Heiða

Samherji hefur óskað eftir hluthafafundi í Högum. Stjórn félagsins stefnir á að koma saman á næstu dögum og boða formlega til hluthafafundar.

Samherji er skráður fyrir 5,1 prósents hlut í Högum. Þá hefur félagið gert framvirka samninga um kaup 4,12 prósenta hlutar til viðbótar. Samanlögð eign Samherja þegar til nýtingar samninga kemur verður því 9,22 prósent. Talið er að nýir eigendur vilji skipta út stjórn Haga.

Sem stendur eiga félög í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, Samherji og Kaupfélag Skagfirðinga tæp 20 prósent í Högum. Heimildir herma að bæði Samherji og Ingibjörg Stefanía ætli að tefla fram stjórnarmönnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Kristi­legt fjar­skipta­fé­lag Ei­ríks í Omega gjald­þrota

Viðskipti

Segir banka á eftir sér og Björk

Viðskipti

Jónas Frey­dal í þrot með ís­hella­fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Auglýsing