Lands­réttur vísaði í dag máli Atla Rafns Sigurðar­sonar gegn Per­sónu­vernd frá Héraðs­dómi Reykja­víkur. Atli Rafn hafði áður haft betur í bar­áttu sinni við Per­sónu­vernd sem á­frýjaði dómnum. Er málið því aftur komið á byrjunar­reit.

Atla Rafni var sagt upp störfum í Borgar­leik­húsinu í desember 2017 eftir að hafa verið sakaður um kyn­ferðis­lega á­reitni. Hann lagði fram kvörtun til per­sónu­verndar þegar honum var synjað um upp­lýsingar varðandi upp­sögnina og meinta kyn­ferðis­lega á­reitni í tengslum við #met­oo-byltinguna.

Per­sónu­vernd taldi að Borgar­leik­húsinu bæri ekki að af­henda honum gögnin en Héraðs­dómur felldi þann úr­skurð úr gildi og Lands­réttur vísaði loks þeirri niður­stöðu frá í dag. Lands­réttur taldi að Atli Rafn hefði einnig þurft að stefna Leik­fé­lagi Reykja­víkur en ekki að­eins Per­sónu­vernd.

Einar Þór Sverris­son, lög­maður Atla Rafns, segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV að engin á­kvörðun hafi verið tekin um fram­haldið; hvort stefnt verði í málinu að nýju eða leitað eftir á­frýjunar­leyfi hjá Hæsta­rétti.

Atli Rafn höfðaði annað mál á hendur Leik­fé­lagi Reykja­víkur og Kristínu Ey­steins­dóttur, þá­verandi leik­hús­stjóra, vegna ó­lög­mætrar upp­sagnar og æru­meiðinga og fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Það mál fór alla leið til hæsta­réttar og eftir tveggja ára bar­áttu fyrir dómi fékk Atli Rafn dæmdar 1,5 milljónir króna í miska­bætur vegna upp­sagnarinnar í septem­ber 2021.

Leik­fé­lag Reykja­víkur átti aðild að málinu

Fram kemur í dómi Lands­réttar að ekki fari á milli mála að úr­skurðurinn sem Atli Rafn krefðist að felldur yrði úr gildi lyti að skyldum Leik­fé­lags Reykja­víkur gagn­vart Atla á grund­velli per­sónu­verndar­laga. Leik­fé­lag Reykja­víkur hefði því án nokkurs vafa átt aðild að málinu hjá Per­sónu­vernd.

Í dóma­fram­kvæmd Hæsta­réttar hefði því í­trekað verið slegið föstu að þegar krafist væri ó­gildingar á úr­lausn stjórn­valds yrðu þeir sem voru aðilar að stjórn­sýslu­málinu að eiga aðild að málinu fyrir dómi enda ættu þeir ein­stak­legra, beinna, veru­legra og lög­varinna hags­muna að gæta.

Krafa um ó­gildingu úr­skurðar Per­sónu­verndar hafi einkum verið rök­studd af hálfu Atla Rafns með því að niður­staða hans fengi ekki staðist efnis­lega og Leik­fé­lag Reykja­víkur bæri ríkari skyldur gagn­vart honum sam­kvæmt lögum um per­sónu­vernd. Leik­fé­lagið ætti ein­stak­legra, beinna, veru­legra og lög­varinna hags­muna að gæta af úr­lausn þeirrar kröfu.

Í því ljósi og þar sem málið var ekki höfðað gegn Leik­fé­lagi Reykja­víkur komst Lands­réttur ekki hjá því að vísa málinu frá héraðs­dómi án kröfu.