Leik­fé­lag Reykja­víkur var dæmt af Hæsta­rétti í dag til að greiða Atla Rafni Sigurðs­syni leikara eina og hálfa milljón í miska­bætur og þrjár milljónir í máls­kostnað vegna máls sem hann höfðaði á hendur leik­fé­laginu og Krist­ínu Ey­steins­dóttur, sem þá var leik­hús­stjóri, vegna upp­sagnar eftir að hann var sakaður um kyn­ferðis­lega á­reitni. Honum var sagt upp í desember 2017.

Fyrir héraðs­dómi hafði Atli Rafn betur gegn Krist­ínu og leik­fé­laginu. Honum voru dæmdar 5,5 milljónir í bætur en Lands­réttur sneri niður­stöðunni við og sýknaði bæði Leik­fé­lag Reykja­víkur og Krist­rúnu.

Hæsti­réttur veitti Atla Rafni heimild til að á­frýja málinu gegn leik­fé­laginu en ekki Krist­ínu þar sem dómur í málinu gæti hafa „for­dæmis­gildi um réttindi og skyldur starfs­manns og vinnu­veitanda á al­mennum vinnu­markaði þegar reynir á upp­sögn starfs­manns sem borinn hefur verið sökum af því tagi sem um ræðir í málinu,“ eins og það er orðað í dómi Hæsta­réttar.