Í dag hefst atkvæðagreiðsla í fimm af austurhéruðum Úkraínu sem miðast að því að þau verði innlimuð í Rússland.

Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt þessar kosningar. Auk allra annarra agnúa benda yfirvöld í Úkraínu á að um helmingur íbúa í Kherson-héraðinu hafi flúið á brott síðan innrás Rússa hófst. Meðal slagorða sem Rússar beita í áróðursskyni er að tími sé kominn til að „endurreisa sögulegt réttlæti“.