Kjör­kassarnir eru byrjaðir að staflast upp í Laugar­dals­höllinni. Talningar­fólk var til­búið í höllinni rétt fyrir klukkan sex í kvöld.

Face­book-síða Reykja­víkur­borgar deildi mynd úr talninga­svæðinu stuttu um hálf átta í kvöld og þar virðist vera margt um manninn.

„Það eru mörg hand­tök á bak við örugga og skil­virka kosninga­fram­kvæmd,“ segir í færslunni.