Alþingi sker úr um gildi þingkosninganna sem fram fóru undir lok septembermánaðar með atkvæðagreiðslu sem hefst nú kl. 21.00. Þingfundur hefur staðið yfir í dag þar sem rætt hefur verið um rannsókn kjörbréfa.

Kosið verður um þrjár tillögur. Í fyrsta lagi hefur verið lagt til að öll kjörbréf verði samþykkt, í öðru lagi að öll kjörbréf fyrir utan þau í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt, sem myndi fela í sér uppkosningu í því kjördæmi, og þriðja og síðasta tillagan er sú að engin kjörbréfanna verði samþykkt. Það myndi þýða að kosið yrði aftur á öllu landinu, færi svo að sú tillaga yrði samþykkt.

Í dag eru akkúrat tveir mánuðir síðan kosið var til Alþingis og nú má því loks búast við niðurstöðu í þessu máli.

Hér að neðan má fylgjast með atkvæðagreiðslunni í beinni.