Átján Covid-19 tilfelli greindust innanlands síðastliðinn sólarhring. Sjö einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu.

40 sjúklingar eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum á covid.is. Einn sjúklingur lést á Landspítala síðastliðinn sólarhring og hafa nú 27 látist vegna Covid-19 á Íslandi.

Sex farþegar greindust á landamærum, þar af voru tveir með virkt smit og einn með mótefni. Þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

199 einstaklingar eru nú í einangrun með virkt smit hér á landi og fjölgar um tólf milli daga. 689 eru í sóttkví og fækkar um 27. 898 einstaklingar eru í skimunarsóttkví.

Nýgengi innanlandssmita síðustu fjórtán daga fer hækkandi og mælist nú 41,5 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar mældist nýgengi 32,5 smit síðasta miðvikudag.

1.563 innanlandssýni voru tekin síðastliðinn sólarhring og 357 landamærasýni. Greint var frá átta nýjum tilfellum innanlands í gær en lituðust nær niðurstöður af minni sýnatöku um helgina.

Áframhaldandi fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana verður kynnt síðar í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.