Átján ára strákur frá Afganistan sem vísað var úr landi í fyrrinótt hefur birt myndskeið þar sem hann er nú niðurkominn á götum Grikklands. Strákurinn, sem kallar sig Daniel á Facebook, segist ekki vita hvað hann skuli til bragðs taka.
„Ég get hvergi farið. Ég veit ekki hvað ég get gert,“ segir hann í myndbandinu. „Ég veit ekki hvað ég mun gera.“
Líkt og Fréttablaðið greindi frá kom Daniel til landsins rétt fyrir jól í fyrra, þá sautján ára gamall. Eftir að hann varð átján ára í mars gjörbreyttist staða hans.
Talsmaður Daniel, Davor Purusic, segir dómsmál vera í undirbúningi fyrir hönd drengsins.