Rann­sak­endur frá Ox­ford há­skóla hafa sýnt fram á það að at­hygli og minni ein­stak­linga geti verið slakara allt að sex til níu mánuðum eftir Co­vid-sýkingu, jafn­vel ef ein­staklingar fá mild ein­kenni og engin hefð­bundin merki um eftir­köst.

Fyrri rann­sóknir hafa sýnt fram á sam­band milli þess sem er kallað „long Co­vid“, eða langt Co­vid, og skæðra Co­vid-sýkinga. Langt Co­vid lýsir sér yfir­leitt sem heila­þoka, gleymska og þreyta löngu eftir að sýking er yfir­staðin.

Fram að þessu hefur þó ekki verið rann­sakað hver lang­tíma­á­hrifin væru á ein­stak­linga sem fá að­eins mildar sýkingar og kvarta ekki undan eftir­köstum.

136 ein­staklingar sem höfðu fengið Co­vid-sýkingu tóku þátt í rann­sókninni. Þeir voru látnir gera æfingar sem prófuðu minni og skilning með á­herslu á hvers­dags­lega þætti, til dæmis at­hygli, minni, skipu­lagningu og rök­hugsun.

Þá var einnig fenginn saman­burðar­hópur sem var svipaður þeim fyrri en hafði aldrei fengið Co­vid-sýkingu.

Rann­sak­endur komust að því að þátt­tak­endur stóðu sig vel í flestum æfingum, þar með talið skipu­lagningu og vinnslu­minni. Hins vegar stóðu þeir sig tölu­vert verr en saman­burðar­hópurinn í æfingum sem reyndu á at­burða­minni og at­hygli.

Þátt­tak­endurnir fundu ekki fyrir neinum ein­kennum eða eftir­köstum þegar rann­sóknin átti sér stað. Flestir virtust þó vera búnir að ná sér nokkuð vel á strik sex til níu mánuðum eftir sýkinguna.