Bára Tómas­dóttir, for­stjóri sam­takanna Eitt líf, sem stendur nú, í sam­starfi við Á allra vörum fyrir á­takinu „Vaknaðu“ hefur svarað gagn­rýni á að þær að­ferðir sem sam­tökin notast við í for­vörum sam­ræmist ekki viður­kenndum að­ferðum fræða og Land­læknis­em­bættisins.

„Við höfum frá upp­hafi unnið í sam­ræmi við við­mið Land­læknis­em­bættisins. Okkur hefur þótt mikil­vægt að vinna með þeim og fara eftir þeirra við­miðum. Við höfum einnig nýtt okkur rann­sóknir Rann­sókna og greininga. Við nýtum það sem reynst hefur vel,“ segir Bára í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Hún segir mikil­vægt að fólk geri greinar­mun á vitundar­vakningunni sem felist í, sem dæmi á­takinu „Vaknaðu“ og svo fræðslunni sem þau sinni fyrir börn og ung­menni.

„Á­takið „Vaknaðu“, sem slíkt, er vitundar­vakning. Það er ekki það sama og for­vörn. Það er eins og fólk rugli því oft saman. En við erum ekki að segja að aug­lýsingin Vaknaðu sé for­vörn. Þetta á að vekja fólk til um­hugsunar. Þetta er tvennt og við hjá Eitt líf erum að vinna að báðu. Við erum með vitundar­vakningu og svo með fræðslu. En þetta er tvennt ó­líkt, auð­vitað getur verið erfitt að greina það alltaf í sundur enda þarf þetta tvennt líka að vinna saman,“ segir Bára.

Spurð út í þá gagn­rýni sem fram hefur komið á að ný­lega edrú fólk sé að heim­sækja börn í skóla til að segja neyslu­sögur, segir Bára að þó það geti verið að ein­hverjir skólar hafi tekið á móti slíkum aðilum, þá sé það ekki á þeirra vegum. Með Einu lífi starfi einn ungur drengur sem varð edrú fyrir rúmum tveimur árum sem fari með þeim í heim­sóknir. Hún á­réttar þó að hann sé ekki þar til að tala um neyslu­sögur.

„Hann er ekki að segja frá sinni neyslu. Við erum ekkert að fræða börnin um eitur­lyf eða neitt slíkt, við erum meira að tala um geð­heil­brigði og verndandi þætti,“ segir Bára.

30 ára reynsla af því að vinna með börnum

Bára birti, í til­efni af þessari um­ræðu, færslu á Face­book-síðu sinni þar sem hún í­trekar að allt starf sam­takanna hvað varðar bæði fræðslu og for­varnir sé unnið eftir við­miðum em­bættis Land­læknis um for­varnir. Það hafi ýmsir fræði­menn frá fjölda fræða­sviða lagt þeim lið, svo sem læknar kennarar, hjúkrunar­fræðingar, æsku­lýðs­full­trúar, náms- og starfs­ráð­gjafar, á­fengis- og vímu­efna­ráð­gjafar, sál­fræðingar, fé­lags­ráð­gjafar og fleiri.

Að sjálf­sögðu höfum við hræði­lega reynslu að baki að missa elsku Einar Darra okkar en við höfum líka 30 ára reynslu af vinnu með börnum

Þá segir hún að eitt af því sem að þau hafi hjá sam­tökunum gert við þróun fræðslu­efnisins sé að fram­kvæma rann­sóknar­vinnu, rýni­hópa og spurninga­kannanir.

„Að sjálf­sögðu höfum við hræði­lega reynslu að baki að missa elsku Einar Darra okkar en við höfum líka 30 ára reynslu af vinnu með börnum og menntun sem leik­skóla­kennari (ég). Andrea dóttir mín hefur einnig mikla reynslu úr sínu námi, BA í sál­fræði og er í master­námi i heil­brigðis­vísindum með á­herslu á geð­heil­brigði og þar af að sér­hæfa sig í mis­notkun á lyf­seðils­skyldum lyfjum,“ segir Bára í færslu sinni.

Hún segir að þær hafi lagt mikinn metnað í að vinna for­varnar­starfið, enda sé það mikið á­byrgðar­hlut­verk að tala við og fræða ung­menni um vímu­efna­neyslu. Hún tekur sér­stak­lega fram að fræðsla til barna og for­eldra sé gjör­ó­lík.

„For­eldrar þurfa ítar­legri upp­lýsingar og með því að upp­fræða sig hafa þau visst vald, vald þekkingarinnar. Á­samt því að upp­fræða þau þá er ein­blínt á hvatningu til þeirra að efla verndandi þætti eins og sam­veru með fjöl­skyldu, for­eldra­sam­ráðs og fleira,“ segir Bára.

Einblínt á verndandi þætti, ekki neyslusögur

Hún segir að í fræðslu þeirra fyrir ung­menni sé nánast ein­göngu ein­blínt á verndandi þætti eins og geð­heil­brigði, til­finninga­greind, gagn­rýna hugsun og fleira.

„Hvert orð sem rætt er um í ung­menna fræðslunni er úthugsað og hefur mark­mið og gildi á bak­við sig sem lútar að við­miðum Land­læknis,“ segir Bára.

Hún segir að fram­lög til vitundar­vakningar eins og kvik­myndin Lof mér að falla, sjón­varps­þættirnir Óminni og aug­lýsingin sem fylgi á­takinu Vaknaðu séu undan­fari fræðslunnar og ein­göngu ætlað til þess að vekja fólk til um­hugsunar um vandann sem steðjar að í sam­fé­laginu.

„…hún er fyrsta skrefið í að varpa ljósi á vandann og viður­kenna að hann sé til staðar. Við getum ekki bætt og breytt ef enginn talar um eða viður­kennir vandann! Allt sem eflir um­ræðuna, varpar ljósi á mál­efnið og eykur sam­stöðu hlýtur að vera af hinu góða,“ segir Bára.

Hún segir að for­varnir og fræðsla fyrir börn og ung­menni þurfi að sjálf­sögðu að standast öll við­mið sem Em­bætti Land­læknis hefur sett fram um slíkt

Færslu Báru er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni.

Þjóðarátak allan september

Á­takið „Vaknaðu“ hófst í byrjun septem­ber og tekur enda við lok mánaðarins. Bára segir að það gangi svaka­lega vel.

„Við erum á fleygi­ferð með Á allra vörum kjarna­konunum út um allt og í fullri vinnu að skipu­leggja, þróa og fast­móta fræðsluna með góðri að­stoð frá fjölda mörgum, þar á meðal fræði­mönnum, ung­mennum og fólki sem hefur dýr­mæta reynslu af vinnu með ungu fólki,“ segir Bára að lokum