Fjórir ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar, sem mættu á Seyðis­fjörð í morgun til að kynna sér að­stæður á svæðinu eftir skriðu­föllin og ræða við heima­menn, eru allir sam­mála um að að­koman að bænum hafi verið á­takan­leg. Frétta­blaðið náði tali af þeim í morgun áður en fregnir bárust af því að lög­regla hefði frétt af hótunum gegn Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra. Nokkuð upp­þot varð vegna þeirra frétta og var Katrín færð í varð­skip Land­helgis­gæslunnar Tý á meðan hótanirnar voru rann­sakaðar. Hún er þó komin aftur frá borði og heldur eðli­legri dag­skrá sinni í bænum í dag.

Sjálf vill Katrín ekki tjá sig um upp­á­komuna og hafa allir þeir sem Frétta­blaðið ræddi við á svæðinu, ráð­herrar og við­bragðs­aðilar, gert lítið úr málinu og sagt mikil­vægt að það skyggi ekki á til­gang ferðarinnar. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, segir til­gang hennar meðal annars þann að sýna heima­mönnum að ríkis­stjórnin ætli að standa með sveitar­fé­laginu og fólki þess í nauð­syn­legu upp­byggingar­starfi eftir ham­farirnar.

„Maður finnur auð­vitað strax fyrir því að það fyrsta sem hverfur við svona at­burði er öryggis­til­finningin,“ sagði Bjarni um aur­skriðurnar í sam­tali við blaða­mann Frétta­blaðs á svæðinu í morgun. „Og ég heyri það á þeim sem ég hef rætt við hérna í dag að fólk er að hugsa um það hvernig fram­tíðin verður. Sumir segja að það verði ekkert aftur eins og það var. En það skiptir máli, og er kannski til­gangur ferðar okkar hingað, að koma þeim skila­boðum milli­liða­laust til skila að við ætlum að standa með sveitar­fé­laginu og fólkinu sem hér býr í upp­byggingar­starfi og hjálpa fólki að endur­heimta þessa öryggis­til­finningu.“

Hann segir það hafa verið sláandi að koma á vettvang í morgun og sjá hvað hafði gengið á í bænum. „En það er líka það sem maður ekki sér; það vantar fólk. Það er horfið af vettvangi, búið að koma sér í skjól og bíður þess að fá að koma aftur. Það er átakanlegt að sjá hvað allt er tómt.“

Ljóst að Fjarðarheiðagöng eru nauðsynleg

Ráð­herrarnir funduðu með sveitar­stjóra og odd­vita Múla­þings fyrir há­degi. Katrín Jakobs­dóttir sagði við blaða­mann Frétta­blaðsins að á fundinum hafi verið farið yfir at­burðina og upp­lifun heima­manna af þeim. „Þetta var náttúru­lega for­dæma­laus skriða á sögu­legum tímum. Um leið er alveg ó­trú­leg mildi auð­vitað að hér hafi ekki orðið mann­tjón,“ segir hún.

Hún segir margt í kortunum hvað fjár­hags­að­stoð varðar fyrir íbúa og sveitar­fé­lagið. Mikið hreinsunar­starf er fram undan í bænum og þá er ljóst að bæta þarf ofan­flóða­varnir á svæðinu. Um­hverfis- og auð­linda­ráðu­neytið til­kynnti í dag að undir­búningur upp­byggingar bættra flóða­varna væri þegar hafin og að fram­kvæmdir hæfust á næsta ári sam­kvæmt á­ætlun.

Katrín ræðir við ungan Seyð­firðing.
Fréttablaðið/Valli

„Það nefna það allir hér að það hafi verið mikil mildi að Fjarðar­heiðin hafi verið opin. Og auð­vitað eru Fjarðar­heiða­göng á dag­skrá en þetta sýnir nú enn fremur mikil­vægi þeirrar fram­kvæmdar fyrir byggðina hér,“ segir Katrín.

Sigurður Ingi Guð­brands­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, segir ríkis­stjórnina hafa sagt frá upp­hafi að hún muni tryggja fjár­hags­lega að­stoð fyrir sveitar­fé­lagið. Spurður um að­komuna að bænum í morgun segir hann: „Þetta er auð­vitað ógn­vekjandi og svaka­legt að sjá. En snjó­fölin gerir þetta svona að­eins minna ó­manneskju­legt því við sjáum ekki alla drulluna. En þetta er svaka­legur at­burður.“

Sigurður Ingi ræðir við lögregluna.
Fréttablaðið/Valli

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra segir hræði­legt að sjá af­leiðingar náttúru­ham­faranna á bæinn. Hún hefur rætt við marga Seyð­firðinga í dag. „Það er auð­vitað á­takan­legt að tala við fólk sem hefur búið við þennan ótta lengi og sér hann raun­gerast með þessum hætti við heimili sitt,“ segir Ás­laug.

„Ég held að við sem höfum ekki búið við svona ótta við náttúruna eigum erfitt með að átta okkur á því hvernig þessu fólki líður en það hefur verið mikil­vægt fyrir okkur að heyra frá þeim,“ segir hún og nefnir að sam­staðan í bæjar­búum og sveitar­fé­laginu öllu sé mikil.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra á­samt Víði Reynis­syni, yfir­lög­reglu­þjóni hjá al­manna­vörnum, Margréti Maríu Sigurðardóttur, lögreglustjóra á austurlandi og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.
Fréttablaðið/Valli