Íbúar heimsins fylgjast nú með stöðu mála í Bandaríkjunum en allt er á suðupunkti í Washington, D.C., þar sem stuðningsmenn Trumps hafa brotist inn í þinghúsið. Þingmenn voru þar að fara yfir atkvæði kjörmanna til forseta Bandaríkjanna og staðfesta kjör Joes Biden til forseta Bandaríkjanna.

Donald Trump, sitjandi Bandaríkjaforseti, ávarpaði stuðningsmenn sína skömmu áður en þingið kom saman þar sem hann hélt því áfram fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum síðastliðinn janúar. Í kjölfarið hvatti hann stuðningsmenn sína til að arka að þinghúsinu og mótmæla.

Þingmenn Repúblikana voru ný búnir að mótmæla úrslitum Arizona-ríkis, og voru umræður í gangi innan beggja deilda þingsins, þegar fyrstu aðilarnir komust inn í þinghúsið. Fljótlega voru allir rýmdir úr þingsölunum en ekki náðist að stöðva fólk áður en það komst þangað inn.

Miklar óeirðir eru enn í gangi þar en myndirnar hér fyrir neðan sýna átakanlega stöðu í borginni.

Stuðningsmenn Trumps safnast saman fyrir utan þinghúsið.
Fréttablaðið/Getty
Mótmælendur komast á stiga þinghúsins.
Fréttablaðið/Getty
Stöðva þurfti umræður innan fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Fólk braut rúður til að komast inn.
Fréttablaðið/Getty
Mótmælendur brutu sér fljótlega leið inn í þinghúsið.
Fréttablaðið/Getty
Þingmenn koma sér í skjól í kjölfar frétta um að mótmælendur hafi brotist inn í þinghúsið.
Fréttablaðið/Getty
Þingmenn voru fluttir burtu í flýti.
Fréttablaðið/Getty
Lögreglumenn gátu lítið gert þegar mótmælendur voru komnir inn.
Fréttablaðið/Getty
Þinghúsið fylltist fljótlega af stuðningsmönnum Trumps.
Fréttablaðið/Getty
Þingmennirnir voru augljóslega skelkaðir.
Fréttablaðið/Getty
Mótmælendur komu sér fyrir víða.
Fréttablaðið/Getty
Skömmu síðar voru mótmælendur komnir inn í þingsal öldungadeildarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Þau virtust hafa gaman af.
Fréttablaðið/Getty
Lögregla náði nokkrum mótmælendum fyrir framan þingsal fulltrúadeildarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Mikill viðbúnaður var innan þingsalsins.
Fréttablaðið/Getty
Heimavarnarráðuneytið sendi lögreglumenn á svæðið.
Fréttablaðið/Getty
Mótmælendur komust í tæknibúnað fjölmiðla sem fylgdust með stöðu mála fyrir utan.
Fréttablaðið/Getty
Táragas var notað fyrir utan þinghúsið.
Fréttablaðið/Getty
Lögreglumenn ná sér eftir viðureign við mótmælendur.
Fréttablaðið/Getty
Búið er að kalla eftir liðsauka úr ýmsum áttum.
Fréttablaðið/Getty
Biden biðlaði til Trumps að ávarpa þjóðina og segja stuðningsmönnum sínum að hætta.
Fréttablaðið/Getty
Trump birti að lokum myndband á Twitter síðu sinni þar sem hann bað stuðningsmenn um að fara heim en fordæmdi ekki aðgerðir þeirra.
Fréttablaðið/Getty

Hægt er að fylgjast með stöðu mála í beinni hér fyrir neðan.