VITT heitir nýr sjúk­dómur sem valdið hefur mörgum af þeim ban­vænum blóð­töppum sem fengið hafa Dani til að hætta al­farið notkun AstraZeneca bólu­efnisins gegn CO­VID-19.

Af þessari á­stæðu er það rétt á­kvörðun hjá dönskum yfir­völdim að hætta að bólu­setja með AtstraZene­ca hefur danska sjón­varps­stöðin TV2 eftir Jens Lund­gren prófessor í bólu­efna­fræðum og einum af leiðandi vísinda­mönnum Dan­merkur á þessu sviðið.

„Nýr sjúk­dómur hefur verið stað­festur og skil­grein­dur og nú vitum við að það er bólu­efnið sem veldur þessum sjúk­dómi,“ segir Lund­gren við TV2.

Að­spurður hvort menn hafi skapað sjúk­dóm sem gæti orðið fólki að aldur­tila kveður Lund­gren já við. „Já, þegar öllu er á botnin hvolft snýst málið um það,“ segir Lund­gren.

„Þegar glímt er við nýjan sjúk­dóm eins og við gerðum með CO­VID-19 í fyrra þá þarf að finna or­sökina fyrir honum. Hverjir eru í á­hættu­hópi, hvernig sjúk­dóms­greinum við og hvernig með­höndlum við hann?“

Nýi sjúk­dómurinn kallast VITT og heil­brigðis­yfir­völd í Dan­mörku telja einn af hverjum fjör­tíu þúsundum í hættu. Sagt er að þýskt rann­sóknar­teymi hafi þann 9. apríl síðast­liðinn sannað sam­hengi milli AstraZene­ca bólu­efnisins og VITT og greint frá því í hinu viður­kennda riti New Eng­land Journal of Medicine.

Segir TV2 að í stuttu máli kvikni sjúk­dómurinn þegar sá bólu­setti myndi ekki að­eins mót­efni gegn CO­VID-19 heldur líka gegn blóð­flögum sem kallast trom­bo­cytter. Blóð­flögurnar stýri storknunar­eigin­leikum blóðsins.

Þýska rann­sóknin sýndi að hjá þeim sem fengu sjúk­dóminn verði blóðið kekkj­ótt í æða­kerfinu og gæti það skapað lífs­hættu­lega blóð­tappa. Dönsk rann­sókn bendi til þess sama.

„Þetta er ein­fald­lega komin ný sjúk­dóms­greining, nýr sjúk­dómur, nýtt flækju­stig í lækna­bækurnar,“ sagði Søren Brostrøm, for­stjóri heil­brigðis­stofnunarinnar í Dan­mörku á blaða­manna­fundi í gær.