Fyrr á þessu ári ákvað framkvæmdarstjórn ESB að höfða mál vegna þess að lyfjafyrirtækið hefði ekki staðið við tilgerða samninga um afhendingu bóluefnis.

Þá var búið að afhenda 30 milljónir skammta og von á 70 milljónum til viðbótar þegar búið var að semja um 180 milljónir skammta.

„Í þessari viku næst mikilvægur áfangi þegar sjötíu prósent fullorðinna í Evrópu verður fullbólusettur en það veldur okkur enn áhyggjum hversu misjafnt aðgengið er að bóluefnum meðal meðlimaríkjanna,“ sagði yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, Stella Kyriakides, í tilkynningu.

Málið átti að fara fyrir dómstóla í september en það tókst að ná sáttum í tæka tíð.

Ruud Dobb, framkvæmdarstjóri AstraZeneca, segir það létti að búið sé að leysa málið og að fyrirtækið muni framleiða 200 milljónir skammta á næstu þremur ársfjórðungum.

Með því væri AstraZeneca búið að framleiða 1,1 milljarð skammta af bóluefni þar sem tveir þriðju hafi farið til fátækari ríkja.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir er einn þeirra sem fengu AstraZeneca hér á landi.
fréttablaðið/anton