Dómsmál

Ást­ráður ekki van­hæfur í máli Brimis gegn LBI

Brimir hf. hafði farið fram á það að Ástráður viki sæti sem héraðsdómari í máli félagsins gegn gamla Landsbankanum, LBI ehf.

Ástráður Haraldsson, héraðsdómari. Fréttablaðið/Anton Brink

Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi sem kveður á um að héraðsdómarinn Ástráður Haraldsson víki úr sæti í máli Brimis hf. gegn gamla Landsbanka Íslands, LBI ehf.

Hafði héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að Ástráður skyldi víkja úr sæti sínu sem dómari í málinu þar sem  lögmaður hans í máli sem hann sótti á hendur íslenska ríkisins undir lok síðasta árs hafði unnið með lögmanni Brimis.

Í kjölfar niðurstöðu í héraði áfrýjaði Landsbankinn úrskurðinum til Landsréttar.

Í greinargerð sinni til héraðsdóms kemur lögmaður Brimis inn á það að lögmaður Landsbankans hafi verið einn af dómurunum sem dæmdi í máli Ástráðs fyrir Hæstarétti.

Var þar vísað til þess að málsmeðferð héraðsdómarans hefði „það yfirbragð að hann hefði verið búinn að taka afstöðu til álitaefna sem sneru að formhlið málsins“.

Var það mat Landsréttar að ekki sé tilefni til þess að draga í efa óhlutdrægni dómarans til þess að fara með málið og hefur úrskurður héraðsdóms því verið felldur úr gildi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Hæsti­réttur sker úr um skil­greiningu á stór­felldu gá­leysi

Dómsmál

Dóms­mála­ráð­herra boðar til blaða­manna­fundar

Bílar

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

Auglýsing

Nýjast

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Auglýsing