Erlent

Ástralskur læknir dvaldi í þrjá daga með drengjunum í hellinum

Ástralski læknirinn Richard Har­ris dvaldi í þrjá daga í hellinum með taí­lensku fót­bolta­strákunum. Drengirnir sátu fastir í helli í Norður­hluta Taí­lands í á­tján daga á­samt fót­bolta­þjálfara sínum. Piltarnir höfðu verið fastir í hellinum í viku þegar að Har­ris sem var í fríi í Tæ­landi bauð fram að­stoð sína.

Læknirinn sem er reyndur kafari, átti stóran þátt í því hvað björgunaraðgerðir tókust vel Mynd/Facebook

Ástralski læknirinn Richard Harris dvaldi í þrjá daga í hellinum með taílensku fótboltastrákunum. Drengirnir urðu innlyksa í helli í Norðurhluta Taílands í átján daga ásamt fótboltaþjálfara sínum. Piltarnir höfðu verið fastir í hellinum í viku þegar Harris sem var í fríi í Tælandi bauð fram aðstoð sína. Læknirinn sem er reyndur kafari, átti stóran þátt í því hvað björgunaraðgerðir tókust vel og var það undir hans leiðsögn að ákvörðun var tekin um að veikbyggðustu drengjunum var bjargað fyrst. Talið er að Harris hafi verið með síðustu björgunarmönnum til að yfirgefa hellinn. Tuttugu Ástralskir kafarar tóku þátt í björgunaraðgerðunum ásamt lögreglu og her-köfurum.

Sjá einnig: Drengirnir tólf allir komnir úr hellinum

Sue Crowe vinkona Harris, lýsti honum í samtali við BBC sem örlátum fjölskyldumanni með góða nærveru. Að hennar mati var hann réttur maður á réttum stað, sem gat veitt drengjunum besta stuðning sem hugsast gæti. „Hann er barngóður og gerði það sem hann gat til að tryggja öryggi drengjanna í hellinum.“ 

Margir Ástralir hafa kallað eftir því að Harris verði Ástrali ársins en ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að hann muni fá formlega viðurkenningu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Erlent

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Erlent

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Auglýsing

Nýjast

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing