Tveir ástralskir há­skólar hafa tekið á­kvörðun um að skera á tengslin við góð­gerðar­sjóð til handa við­skipta­fræði­nemum í nafni Andrew Breta­prins, í kjöl­far um­fjöllunar um meint brot prinsins og vin­áttu við milljarðar­mæringinn Jef­frey Ep­stein. Guar­dian greinir frá.

Góð­gerðar­sjóðurinn ber nafnið „Pitch@Palace“ og var stofnaður af prinsinum árið 2014. Sjóðurinn styður við frum­kvöðla og sprota­fyrir­tæki og veitir þeim þess kost að bera hug­myndir sínar upp á borð við leið­toga úr al­þjóð­legu við­skipta­lífi.

Fjórir há­skólar koma að starfinu en nú, líkt og áður segir, hafa tveir á­kveðið að hætta sam­starfi sínu við sjóðinn, RMIT há­skólinn í Mel­bour­ne og Bond Uni­versity í Gold Coast í Qu­eens­land ríki. Þá er þriðji skólinn, há­skólinn í Wollongong í New South Wa­les sagður í­huga stöðuna.

Síðastlðið laugar­dags­kvöld mætti prinsinn í það sem hefur reynst vera afar um­deilt við­tal við BBC. Þar þver­tók hann fyrir á­sakanir um að hafa brotið á ungri stúlku í partýi hjá milljarðar­mæringnum.

Sagði hann meðal annars að frá­sögn stúlkunnar, Virginiu Giuf­fre, gæti ekki passað þar sem hann hafi verið staddur á veitinga­húsi Pizza Express keðjunnar. Þá gæti hann ekki hafa svitnað, líkt og hún hafi haldið fram, þar sem hann sé haldinn sjald­gæfu heil­kenni sem meinar honum að svitna að ráði.