Innlent

Ástralir nafn­greina Ís­lending fyrir kókaín­smygl

Ástralskir miðlar fjalla margir um mál tveggja Íslendinga, sem handteknir voru fyrir fíkniefnabrot. Annar var handtekinn á flugvellinum í Melbourne og hinn á hótelherbergi.

Íslendingarnir eru sagðir hafa smyglað 7 kílóum af kókaíni til Ástralíu. Annar var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem hann er sagður hafa falið fjögur kíló af fíkniefninu í fóðri á ferðatösku. Hinn var handtekinn á hótelherbergi þar sem þrjú kíló fundust.

Fjallað er um mál Íslendinga, sem handteknir voru fyrir að smygla kókaíni í Ástralíu, víða í áströlskum fjölmiðlum. Á vef Newcastle Herald kemur fram að um sé að ræða tvo karlmenn, þrítugan karlmann að nafni Helgi Heiðar Steinarsson og 25 ára karlmann, sem ekki hefur verið nafngreindur. Báðir gætu átt yfir höfði sér yfir höfði sér langan fangelsisdóm, verði hann sakfelldur fyrir brotið.

Báðir gætu átt yfir höfði sér yfir höfði sér langan fangelsisdóm, verði hann sakfelldur fyrir brotið.

Greint var frá því í morgun að tveir íslenskir menn hefði verið handteknir á flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í tengslum við kókaín smygl. Mennirnir voru handteknir með samanlagt sjö kíló af kókaíni, að andvirði rúmlega 2.5 milljóna Bandaríkjadollara eftir að leitað var í farangri annars mannsins og á hótelherbergi hins.

Helgi Heiðar situr nú, að því sem fram kemur í áströlskum miðlum, í gæsluvarðhald til 14. febrúar næstkomandi. Nafn Íslendingsins, sem handtekinn var á flugvellinum í Melbourne hefur sem fyrr segir ekki verið nafngreindur en fram kemur í áströlskum miðlum að maðurinn hafi verið handtekinn með fjögur kíló af kókaíni í töskunni. Er hann sagður hafa stefnt til Hong Kong með fíkniefnin, sem fundust í klæðningu ferðatösku sem hann hafði meðferðis. 

Þrjú kíló af kókaíni fundust svo á hótelherbergi þar sem Helgi var handtekinn. 


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ís­lendingar teknir fyrir að smygla kókaíni til Ástralíu

Innlent

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Innlent

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Auglýsing

Nýjast

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Auglýsing