Brott­fluttir Ástralar sem snúa aftur til heima­landsins gætu orðið fastir eftir að tak­markanir á landa­mærum Ástralíu voru hertar enn á ný.

Ástralía hefur verið með eina ströngustu landa­mæra­stefnu Vestur­landa allt frá upp­hafi far­aldursins en landið hefur verið lokað fyrir öllum nema áströlskum ríkis­borgurum, fólki með dvalar­leyfi og nánustu ættingjum þeirra frá mars 2020.

Þá hefur Áströlum einnig verið bannað að yfir­gefa landið en hingað til hefur sú regla ekki gilt fyrir Ástrala sem eru bú­settir er­lendis.

Sú breyting hefur orðið, eftir að ríkis­stjórn Scott Morri­sons for­sætis­ráð­herra herti landa­mæra­tak­markanir fyrir­vara­laust, að brott­fluttir Ástralar sem heim­sækja landið munu fram­vegis þurfa að sækja um undan­tekningu til að fara úr landi, sem þýðir að þeir gætu orðið fastir í Ástralíu ef þeir koma í heim­sókn.

Um­deild landa­mæra­stefna

Landa­mæra­stefna Ástralíu hefur verið mjög um­deild frá því að landinu var lokað og gagn­rýn­endur segja að nýju reglurnar muni refsa fjöl­skyldum og hindra ástralska ríkis­borgara frá því að snúa aftur til heima­landsins.

Ríkis­stjórnin hefur varið á­kvörðunina með þeim rökum að henni sé ætlað að hindra smit frá því að berast til landsins en Ástralar glíma nú við eina verstu bylgju þessa árs eftir að Delta af­brigðið blossaði upp í landinu.

Í gær greindust 291 já­kvæð smit í New South Wa­les fylki en í­búar þar eru rúmar 8 milljónir. Þá gilda strangar sam­komu­tak­markanir í flestum borgum Ástralíu á borð við S­yd­n­ey, Mel­bour­ne og Bris­bane.

Villi­manns­leg og rasísk ákvörðun

Dr. Alexandra Phelan, sem er bú­sett í Banda­ríkjunum, lýsti á­kvörðun stjórn­valda sem „villi­manns­legri“.

„Að vakna upp við þær fréttir að ég er í raun orðin út­læg frá heima­landi mínu er sturluð leið til að byrja daginn. Fólk sem lofar landa­mæra­tak­markanir Ástralíu sem leið til að berjast við CO­VID skilja ekki að hún byggist á villi­mennsku, rasískum rótum og því að sólunda öllum á­vinningi á hags­munum al­mennings,“ skrifaði hún á Twitter.

Ætla ekki að opna landið fyrr en 2022

Ríkis­stjórnin hefur heitið því að hún muni ekki opna landið fyrr en minnst 80 prósent lands­manna eru bólu­settir en búist er við því að þeim á­fanga verði ekki náð fyrr en á næsta ári. Bólu­setning hefur gengið hægt í landinu og nú eru að­eins um 19 prósent lands­manna full­bólu­settir. Scott Morri­son, for­sætis­ráð­herra, sagði fyrr á þessu ári að landið yrði ekki opnað fyrr en um mitt ár 2022 í fyrsta lagi.

BBC hefur greint frá til­vikum um Ástralska ríkis­borgara sem hefur verið meinað að fara úr landi til að hugsa um veika eða dauð­vona fjöl­skyldu­með­limi og fólk sem hefur ekki getað sótt börnin sín frá ættingjum.

Stuðningur við að­gerðir yfir­valda hefur al­mennt mælst mikill meðal ástralskra ríkis­borgara en undan­farið hafa þó brotist út fjöl­menn mót­mæli gegn sam­komu­tak­mörkunum í stærstu borgum landsins. Þá hafa sumir lög­fræðingar velt því upp hvort að landa­mæra­lokunin stangist við stjórnar­skrár­bundinn réttindi þegna með því að meina sumum ríkis­borgurum að snúa aftur til heima­landsins.