Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði hefur haft í nægu að snúast síðustu daga. Í gærkvöldi aðstoðaði björgunarsveitin 32 Íslendinga sem voru fastir í Fagradal. Björgunarsveitin greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að dalurinn geti verið erfiður og margir festi bíla sína í vondu veðri. 

Fagridalur er oft erfiður, í kvöld fórum við að aðstoða bíla sem voru fastir og var sumum snúið við og einhverir bílar skildir eftir. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem við þurfum að kíkja uppeftir. Í kvöld voru það 32 íslendingar sem voru aðstoðaðir.