Lokaþættir nýjustu seríu Bachelor voru teknir upp á Íslandi í haust og sýndir í sjónvarpi í síðustu og þessari viku. Sérfræðingar sem komu að framleiðslu þáttanna hér á landi eru sammála um að landkynningin sé verulega verðmæt.

Gera má ráð fyrir að rúmar þrjár milljónir Bandaríkjamanna hafi séð Bachelor-þættina í línulegri dagskrá auk þess sem mikill fjöldi horfir á streymisveitum.

Ísland kemst í vitund ferðamanna

„Þetta hefur mjög mikið að segja og vekur áhuga hjá fólki á að ferðast til Íslands,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.

Sig­ríður segir að sam­kvæmt könnun Ferða­mála­stofu frá 2019 um er­lenda ferða­menn fái allt að 39 prósent ferða­manna sem hingað koma hug­myndina úr sjón­varps­þáttum eða kvik­myndum.

„Þannig er svo sterkt núna að vera í lokaþáttum Bachelor. Þetta er rosalega vinsælt sjónvarpsefni með mikið áhorf auk þess sem tímasetningin er mjög góð því á sama tíma er verið að aflétta takmörkunum vegna heimsfaraldursins,“ segir Sigríður.

Hún segir að svona þáttur hjálpi mikið við að koma Ís­landi inn í vitund ferða­manna og að núna sé gríðar­leg sam­keppni um fólk sem ætli sér að ferðast.

„Það eru margir sem eru að spýta í lófana núna þegar það er verið að af­létta tak­mörkunum og allt svona hjálpar mikið til,“ segir Sig­ríður að lokum.

Sigríður Dögg segir tímasetninguna afar heppilega nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt.
Mynd/Anton Brink

3,3 milljónir horfðu í línu­legri dag­skrá

„Það að þessi tiltekni þáttur hafi verið tekinn upp á Íslandi hefur gríðarlega jákvæð áhrif á Ísland sem áfangastað,“ segir Hjalti Már Einarsson, viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera, en fyrirtæki hans hefur frá því að fyrri þátturinn var sýndur í síðustu viku greint ýmis gögn um leitaráhuga og Ísland á netinu.

„Það horfa um 3,3 milljónir Banda­ríkja­manna á Bachelor í línu­legri dag­skrá eða þá sam­dægurs, svo eru þættirnir að­gengi­legir á streymis­veitum eins og Dis­n­ey+ sem er með 130 milljónir á­skrif­enda og Hulu sem eru með um 45 milljónir á­skrif­enda. Svo eru þættirnir sýndir á sjón­varps­stöðvum um allan heim, þannig að at­hyglin sem Ís­land er að fá núna og fær á­fram er mjög dýr­mæt,“ segir Hjalti og að leitar­á­huginn á Ís­landi hafi aukist mikið í kjöl­far þess að þátturinn var sýndur í Banda­ríkjunum.

„Þær þjónustur og vörur sem komu fram í þáttunum hafa allar fengið mikla athygli í leitarvélum. Sama hvort um ræðir gististaði, afþreyingu, fatamerki eða baðlón. Tökum dæmi um baðlón og spa á Íslandi. Gögnin sýna að velflest baðlón og spa-tengd afþreying á Íslandi er að njóta góðs af þeim í leitaráhuga frá Bandaríkjunum í kjölfar þáttarins.“

Hann segir að þau fyrir­tæki sem komu fram í þættinum fái ekki bara aukna at­hygli heldur sjái þeir einnig aukna at­hygli á ferða­tengdum leitar­orðum varðandi Ís­land, til dæmis flug til Ís­lands, ferðir til Ís­lands, Norður­ljós á Ís­landi og þar fram eftir götunum.

„Heilt yfir erum við að sjá aukningu upp á 30-40 prósent. Sem þýðir að leitum sem tengjast Ís­landi fjölgar um tugi þúsunda til skamms tíma á Banda­ríkja­markaði,“ segir Hjalti.

Hjalti segir að þau fyrir­tæki sem komu fram í þættinum fái ekki bara aukna at­hygli heldur sjái þeir einnig aukna at­hygli á ferða­tengdum leitar­orðum varðandi Ís­land, til dæmis flug til Ís­lands, ferðir til Ís­lands, Norður­ljós á Ís­landi og þar fram
Mynd/Aðsend

Hér að neðan má sjá nokkur skjáskot af leitarorðum og hvernig þau ruku upp þegar þættirnir voru sýndir í Bandaríkjunum. Bláa lína sýnir trend á völdu tímabili, þar sem 0 táknar enga leit og 100 táknar það mesta sem sást á tímabilinu.

Á sjö daga tímabili má sjá hvernig leit að Sky Lagoon rauk upp þegar fyrri þátturinn var sýndur.
Skjáskot/Google trend
Það var ekki bara atriði eða staðir sem fólk leitaði að heldur líka norðurljós.
Skjáskot/Google trend
Það googluðu margir ferðalagi til Íslands á sama tíma og þátturinn var í sýningu.
Skjáskot/Google trend

Verðmætin mikil

Hjalti segir að annað sem þeir sjái er að leitar­á­huginn kemur að miklu leyti frá fylkjum í Banda­ríkjunum sem ekki er flogið beint til frá Ís­landi.

„Þetta eru fylki sem ís­lensku flug­fé­lögin hafa kannski ekki verið að ein­beita sér að í sinni hnit­miðuðu markaðs­setningu. Það verður mjög á­huga­vert að sjá hverju það skilar til lengri tíma.“

Hjalti tekur undir það sem Sig­ríður Dögg segir um tíma­setninguna og segir það mjög verð­mætt að fá slíka um­fjöllun um Ís­land sem á­fanga­stað á sama tíma og þegar ferða­þjónustan er að rísa eftir heims­far­aldurinn.

„Að fá svona um­fjöllun um Ís­land á okkar stærsta markaðs­svæði (US) er gríðar­lega mikil­vægt, sér­stak­lega á þessum tíma­punkti þegar ferða­þjónustan er að rísa á ný. Nú er að bara að sjá hvernig ferða­þjónustu­aðilar munu nýta sér þessa um­fjöllun og þetta ein­staka tæki­færi,“ segir Hjalti að lokum.

Sædís Kolbrún hjá Truenorth segir að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta verkefni sem hún hefur unnið að.
Mynd/Aðsend

Hefur gengið ó­trú­lega vel að halda leyndar­málinu

Fram­leiðslu­fyrir­tækið Tru­enorth og ferða­þjónustu­fy­ri­tæki þeirra Discover Tru­enorth komu að fram­leiðslu þáttanna hér á landi en alls komu 110 ein­staklingar frá Banda­ríkjunum til að vinna að þeim auk þess sem um 80 inn­lendir starfs­menn tóku þátt. Meðal á­fanga­staða í þættinum var fjaran Skötu­bót við Þor­láks­höfn, Þrí­hnúka­gígur og Sky Lagoon.

Sædís Kolbrún Steinsdóttir, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að þetta sé með skemmtilegri verkefnum sem hún hafi tekið þátt í en hlutverk TrueNorth var sem dæmi að velja og finna áfanga- og gististaði fyrir stefnumótin sem voru í lokaþáttunum og fjölskyldusamveru sem er í þeim síðasta ásamt tökustað rósaafhendinga og bónorðs.

„Við vildum vera í og í kringum Reykja­vík og vildum sýna það allra skemmti­legasta sem að borgin sjálf og ná­grenni hennar hefur upp á að bjóða. Það eru svo margir ferða­menn sem stoppa stutt í Reykja­vík og drífa sig beint út á land. Sky Lagoon er nýr á­fanga­staður og er innan höfuð­borgar­svæðisins. Það er mjög rómantískur staður og myndast vel, sem skipti auð­vitað miklu máli í þessu til­felli.“

Hún segir að gisti­staðirnir hafi einnig skipt miklu máli því í þættinum voru „fantasíu­svítu­stefnu­mótin“ þar sem þátt­tak­endur fá að gista saman ein í fyrsta skipti.

„Svíturnar á B14 á Skóla­vörðu­stíg voru veru­lega skemmti­legir gisti­staðir og henta vel fólki sem vill ekki vera á hóteli heldur í íbúð á besta stað,“ segir Sæ­dís og að það sama gildi um Reykja­vík Do­mes sem er í út­jaðri borgarinnar.

Spurð hvort að það hafi verið á­skorun að halda rómantíkinni lifandi á öllum á­fanga- og gisti­stöðum segir Sæ­dís að teyminu hafi fylgt stórt leik­muna­t­eymi sem hafi séð um að tryggja að hver staður væri til­búinn fyrir það.

„Það komu hingað 110 manns til að vinna að þessu og við vorum svo um 80 í inn­lenda töku­liðinu. Auk þess er svo fólkið sem kom fram í þáttunum eins og kórinn í Hall­gríms­kirkju og aðrir sem komu fram. Það var á­nægju­legt að vinna með þessu fólki, öllu. Fólk gerir sér ef­laust ekki greint fyrir því hversu stórt það er að fá svona fjöl­mennt teymi til landsins fyrir svona verk­efni,“ segir Sæ­dís.

Fyrri Íslandsþátturinn var sýndur á stórum skjá í Sky Lagoon í síðustu viku en eitt stefnumót þáttanna fór þar fram.

Óvenjustór framleiðsludeild

Hún segir að fram­leiðslu­deildin hafi verið ó­venju­stór því um sé að ræða raun­veru­leika­þátt og að það hafi þurft að undir­búa marga töku­staði í einu.

„Við vorum að undir­búa einn á meðan við vorum að taka á öðrum. Þetta eru stefnu­mót þar sem farið á þrjá staði. Á einum deginum var stefnu­mót þar sem borðað var í Perlunni og gist á Skóla­vörðu­stíg og því þurfti að skipta hópnum upp. Munurinn á kvik­myndum og raun­veru­leika­sjón­varpi er kannski helst sá að það eru stöðugar breytingar í raun­veru­leika­sjón­varpi og við vorum mikið á tánum hvað varðar breytingar.“

Hvernig hefur það verið að halda þessu leyndar­máli í marga mánuði?

„Það hefur gengið ó­venju vel,“ segir Sæ­dís og hlær.

„Með þennan fjölda þá hefur það gengið vel og það kom mér í raun á ó­vart hversu marga töku­daga við kláruðum áður en það spurðist út á Ís­landi að við værum í tökum. Við vorum búin með meiri­hlutann á verk­efninu þegar það spurðist út,“ segir hún er teymið var á landinu í nærri þrjár vikur.

„Þetta var með skemmti­legri verk­efnum sem ég hef unnið að og margir enn vinir sem unnu saman og enn í sam­bandi. Kynnirinn, Jes­se Pal­mer, var alveg frá­bær og gott að vinna með honum. Það myndaðist mikill vin­skapur því þetta voru langir dagar og við vorum öll á sömu skrif­stofunni á Hilton og vorum saman alla daga og öll kvöld.“