Hópslagsmál brutust út á skemmtiferðaskipi í vikunni þegar ósætti vegna framhjáhalds náði hámarki í sextíu manna áflogum.

Að sögn bandarískra fjölmiðla tók um klukkustund að leysa úr deilunni sem átti sér stað á nokkrum mismunandi stöðum um borð í skipinu.

Þegar öryggisvörðunum um borð í skipinu tókst ekki að halda aftur af slagsmálunum var kallað eftir aðstoð frá landhelgisgæslunni.

Ákveðið var að sigla aftur til New York.

Í fréttaflutningi kemur fram að deilan hafi byrjað á því að það hafi komist um upp framhjáhald um borð þar sem einstaklingar voru að halda framhjá mökum sínum.