Hópslagsmál brutust út á skemmtiferðaskipi í vikunni þegar ósætti vegna framhjáhalds náði hámarki í sextíu manna áflogum.
Að sögn bandarískra fjölmiðla tók um klukkustund að leysa úr deilunni sem átti sér stað á nokkrum mismunandi stöðum um borð í skipinu.
Þegar öryggisvörðunum um borð í skipinu tókst ekki að halda aftur af slagsmálunum var kallað eftir aðstoð frá landhelgisgæslunni.
Ákveðið var að sigla aftur til New York.
Massive brawl breaks out in nightclub of Carnival cruise ship just off New York harbor. It started because someone got jealous over a “threesome”. The Coast Guard was summoned to escort the ship back to New York. pic.twitter.com/2Xnljgi3O9
— Mike Sington (@MikeSington) June 30, 2022
Í fréttaflutningi kemur fram að deilan hafi byrjað á því að það hafi komist um upp framhjáhald um borð þar sem einstaklingar voru að halda framhjá mökum sínum.