Innlent

Að­stæður við Ölfus­á mjög góðar og búið að safna mikið af gögnum

Leit í Ölfusá gekk vel í dag. Haldið verður áfram í vikunni.

Frá leitinni að Páli Mar í síðasta mánuði.

Björgunarfélag Árborgar í samvinnu við Sérsveit ríkislögreglustjóra og kafara Landhelgisgæslunnar hafa í dag unnið að því að skanna botn Ölfusár neðan við Ölfusárbrú með fjölgeislamælingum. Aðstæður á og við ána hafa verið mjög góðar og veður einnig, að því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Leitað er að Páli Mar Guðmundssyni og bifreið hans, sem hafnaði í Ölfusá í lok febrúar. 

Fjölgeislamælingin byggir á sömu hugmyndafræði og tækni og einnar hljóðbylgjumælingar, nema að þar séu margir geislar eða bylgjur, sem geti þannig mælt meira. 

Fréttablaðið fjallaði um fjölgeislamælinguna í vikunni og ræddi við Arnar Þór Egilsson, kafara hjá ríkislögreglustjóra. Sagði hann meðal annars að til þess að ná góðum myndum í fjölgeislamælingunni verði að sigla á jöfnum hraða á jafnri stefnu með mælitækið. 

Sjá einnig: Lögregla telur sig vita hver var í bílnum

Virðist mælingin í dag hafa gengið að óskum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu, við fyrstu greiningu á gögnum úr skönnun á vettvangi, upp atriði sem tilefni er til að skoða betur. Vettvangsaðilum reyndist þó unnt að útiloka sum þeirra með málmleitartæki og með því að setja Gopro myndavélar niður á þeim hnitum í ánni. 

Önnur gefa þó tilefni til frekari skoðunar þar sem að þar kom straumþungi, dýpi og grugg í veg fyrir að unnt væri að sannreyna með fullri vissu hvað væri þar. 
Allt að einu er búið að safna umtalsverðu af gögnum og í raun mun meiri en væntingar stóðu til.

Sjá einnig: Leitin að Páli Mar: „Maður vill vera von­góður“

Næst er að tengja saman gögnin úr hverri ferð með skannann og sjá hvort eitthvað kemur í ljós þar sem gefur síðan tilefni til frekari skoðunar. Þess má vænta að sú vinna taki alla næstu viku.

„Eins og svo oft áður er full ástæða til að þakka þessum aðilum, líkt og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir frábæra vinnu við krefjandi aðstæður,“ segir að lokum í tilkynningunni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Leitin að Páli Mar: „Maður vill vera von­góður“

Innlent

Freista þess að ná flakinu upp úr ánni

Innlent

Reyna að stað­setja bíl Páls við fyrsta tæki­færi

Auglýsing

Nýjast

Engin ný smit: Hefja hefð­bunda bólu­setningu á ný

Bilun hjá Reiknings­stofu bankanna

Starfs­fólk WOW tekur höndum saman

Jeppa­fólk í vand­ræðum á Lang­­jökli

Óháð rannsókn á hryðjuverkunum í Christchurch

Toyota vinnur að annarri kynslóð GT86

Auglýsing