Á síðustu árum hefur mjög fjölgað í flóru jepplinga og jeppa frá bílaframleiðendum sem ekki teljast til lúxusbílaframleiðenda. Sala þeirra hefur verið góð á undanförnum misserum en hefur nú að síðustu minnkað umtalsvert og á fyrsta fjórðungi ársins hefur sala þeirra minnkað um 18,9%. Hver skildi ástæðan vera fyrir því? Að mati bílablaðamanna hjá Autocar í Bretlandi eru ástæðunnar helst að leita til þess að þegar fyrstu jepplingarnir og jepparnir frá framleiðendum ódýrari bíla komu á markaðinn þóttu þeir spennandi og óvenjulegir. Átti það við bíla eins og Hyundai Santa Fe, Kia Sorento, Ford Edge og Skoda Kodiaq, sem dæmi.

Allir áttu eins bíla

Svo fylltust vegirnir af þessum bílum og enginn hafði sérstöðu lengur með eignarhaldi á þessum bílum. Kaupendum þeirra stóð á sama í upphafi þó þeir væri ekki með merki lúxusbílaframleiðendanna á húddinu, þeir voru samt spennandi. Það breyttist og þegar eigendur þeirra sáu að í bílastæði nágrannans stóð einmitt samskonar bíll kom upp þráin fyrir jeppa eða jepplinga lúxusbílaframleiðendanna. Það er einmitt ástæðan fyrir því að þeim gengur einmitt vel að selja slíka bíla um þessar mundir. Það er sama ástæðan fyrir því að þeim fór að ganga vel á síðustu 30 árum að selja fólksbíla. Bættur efnahagur fólks hafði að sjálfsögðu líka mikið að segja.

Lúxusbílaframleiðendur sigurvegararnir

Ef til vill eru stærstu sigurvegararnir í þessum söluslag öllum lúxusbílaframleiðendurnir sem hófu sína vegferð á jeppa- og jepplingamarkaðnum á toppi hans hvað stærð varðar. Til dæmis kom BMW fyrst á markað með X5 jeppann og Volvo með XC90 jeppann en fikruðu sig svo allt niður að BMW X1 jepplingnum og Volvo með XC40 bíl af samskonar stærð. Kaupendur með kaupgetu kringum 5-6 milljónirnar elskuðu hugmyndina að geta keypt sér lúxusjeppling á slíku verði, en voru þó með augastað á enn stærri og dýrari bílum frá sömu framleiðendum. Það hefur viðhaldið góðri sölu að undanförnu hjá lúxusbílaframleiðendunum á jepplingum og jeppum. Þar er enn vöxtur en eins og áður sagði talsvert minnkun hjá framleiðendum ódýrari jeppa og jepplinga.