Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir of snemmt að segja til um hvort Co­vid-far­aldurinn sé á niður­leið hér á landi en í gær greindust 55 með veiruna, sem er minnsti fjöldi smita á einum degi í tæp­lega mánuð. Þór­ólfur bendir þó á að færri sýni hafi verið tekin í gær og enn eru flestir sem greinast utan sótt­kvíar.

„Þannig við þurfum að­eins að skoða þetta í því ljósi, hvort þetta er raun­veru­leg fækkun eða hvað,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið. „Það sem maður hefur kannski á­hyggjur af, að þetta sé ekki raun­veru­lega mikil fækkun, það er við erum á­fram að sjá þetta háa hlut­fall já­kvæðra sýna, í kringum þrjú prósent.“

Hann segir það vera fróð­legt að sjá hverjar tölur dagsins í dag verða til að sjá hvort smitum sé raun­veru­lega að fækka. Þá þurfi einnig að fylgjast vel með stöðu mála þegar skólarnir byrja á nýjan leik en nú þegar hafa smit komið upp í leik­skólum og frí­stunda­heimilum. Alls eru tæp­lega 400 börn í sótt­kví vegna þeirra smita.

„Ég held að það sé fyllsta á­stæða til þess að hafa á­hyggjur af því að við gætum séð aftur upp­sveiflu í út­breiðslu þegar skólarnir byrja, þess vegna er mikil­vægt að skólarnir skipu­leggi sig eins vel og hægt er,“ segir Þór­ólfur en mark­miðið er að hafa sýkinga­varnir í eins góðu standi og hægt er, en á sama tíma raska sem minnst starf­seminni.

Reyna að koma í veg fyrir „katastrófíu“ á Landspítala

Aðal­á­hyggju­efnið er þó staðan á Land­spítala en þar eru 30 inni­liggjandi, þar af sex á gjör­gæslu. Enginn lagðist inn í gær en á­fram eru margir inni­liggjandi á gjör­gæslu, þar sem staðan er veru­lega þung. Fólk sem leggst inn á gjör­gæslu er yfir­leitt þar lengi og gæti jafn­vel þurft að leggjast aftur inn eftir út­skrift.

„Þetta er mjög al­var­leg staða á spítalanum og ekki nokkur á­stæða til að gera eitt­hvað lítið úr því, og það er það sem þetta snýst um, ef við erum að sjá raun­veru­lega niður­sveiflu í far­aldrinum hérna innan­lands, það er vís­bending um að þetta sé að fara í rétta átt en það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann,“ segir Þór­ólfur.

Að­spurður um hvort mögu­lega gæti þurft að lýsa yfir neyðar­stigi á spítalanum segir Þór­ólfur það vera á for­ræði stjórn­enda Land­spítala. „En miðað við lýsingarnar á starf­semi spítalans, hvernig menn þurfa að skera niður, breyta og hag­ræða, og kalla eftir starfs­fólki, þá er staðan mjög þröng,“ segir Þór­ólfur.

Sam­kvæmt upp­lýsingum Land­spítala frá því í gær eru fjórir af þeim sex sem eru nú á gjör­gæslu bólu­settir en Þór­ólfur segir mikil­vægt að hafa í huga að marg­falt fleiri eru bólu­settir en ekki og því þurfi að skoða hlut­fallið frekar en fjöldann.

„Það þarf að skoða hlut­fall þeirra sem þurfa að leggjast inn af bólu­settum og hlut­fall þeirra sem leggjast inn af óbólu­settum, þegar það er skoðað og borið saman þá er á­hættan af því að leggjast inn vegna Co­vid marg­föld hjá óbólu­settum frekar en bólu­settum,“ segir Þór­ólfur.

Í ljósi stöðunnar á Land­spítala segist Þór­ólfur ekki vera að huga að til­slökunum. „Ég held að maður sé frekar að spyrja sig spurninga um hvort það þurfi ein­hverjar harðari að­gerðir til þess að fyrir­byggja enn frekar eitt­hvað kata­strófíu-á­stand á spítalanum, eins og staðan er núna.“