Innlent

Ásta Björg nýr formaður KÍTÓN

Aðalfundur KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fór fram í gær og var kjörin ný stjórn. Tónlistarkonan Ásta Björg Björgvinsdóttir var kjörin nýr formaður.

Ásta Björg nýr formaður KÍTÓN Aðsend mynd/Magnea Gná Jóhannsdóttir

Aðalfundur KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fór fram í gær í IÐNÓ. Þar var kjörin ný stjórn. Tónlistarkonan Ásta Björg Björgvinsdóttir var kjörin nýr formaður. Hún er ekki ný félaginu, heldur hefur verið í því síðustu fjögur árin.

 „Ég er gífurlega ánægð með það starf sem er búið að vera í gangi og mikilvægt að halda þessari jákvæðu ímynd á lofti og vera sýnilegar. Við eigum fyrst og fremst að vera stuðningur við aðrar tónlistarkonur. Ég vil að við séum samfélag sem er valdeflandi fyrir konur og séum með öll tæki og tól sem þarf til að miðla til upplýsingum til félagskvenna. Ég vil að þetta sé samstöðufélag,“ segir Ásta í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Ásta segir að aðalfundurinn í gær hafi verið góður og vel hafi verið mætt. „Lára Rúnarsdóttir, fyrrverandi formaður, fór yfir starfið síðasta árið. Hún fjallaði meðal annars um útvarpsþætti sem KÍTÓN framleiddi fyrir X-ið í fyrra um konur í raftónlist, indie pop, indie folk, grasrótinni og margt fleira.“

Nýkjörin stjórn KÍTÓN:

  • Ásta Björg Björgvinsdóttir - formaður 
  • Harpa Fönn Sigurjónsdóttir - varaformaður 
  • Bryndís Jónatansdóttir - Gjaldkeri 
  • Hallfríður Ólafsdóttir 
  • Stefanía Svavarsdóttir 
  • Hildur Vala Einarsdóttir 
  • Sigríður Eyrún Friðriksdóttir 
  • Elísabet Ormslev 
  • María Magnúsdóttir
Ný stjórn KÍTÓN eftir kjörið í gær. Á myndina vantar Hallfríði Ólafsdóttur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing