Innlent

Ásta Björg nýr formaður KÍTÓN

Aðalfundur KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fór fram í gær og var kjörin ný stjórn. Tónlistarkonan Ásta Björg Björgvinsdóttir var kjörin nýr formaður.

Ásta Björg nýr formaður KÍTÓN Aðsend mynd/Magnea Gná Jóhannsdóttir

Aðalfundur KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, fór fram í gær í IÐNÓ. Þar var kjörin ný stjórn. Tónlistarkonan Ásta Björg Björgvinsdóttir var kjörin nýr formaður. Hún er ekki ný félaginu, heldur hefur verið í því síðustu fjögur árin.

 „Ég er gífurlega ánægð með það starf sem er búið að vera í gangi og mikilvægt að halda þessari jákvæðu ímynd á lofti og vera sýnilegar. Við eigum fyrst og fremst að vera stuðningur við aðrar tónlistarkonur. Ég vil að við séum samfélag sem er valdeflandi fyrir konur og séum með öll tæki og tól sem þarf til að miðla til upplýsingum til félagskvenna. Ég vil að þetta sé samstöðufélag,“ segir Ásta í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Ásta segir að aðalfundurinn í gær hafi verið góður og vel hafi verið mætt. „Lára Rúnarsdóttir, fyrrverandi formaður, fór yfir starfið síðasta árið. Hún fjallaði meðal annars um útvarpsþætti sem KÍTÓN framleiddi fyrir X-ið í fyrra um konur í raftónlist, indie pop, indie folk, grasrótinni og margt fleira.“

Nýkjörin stjórn KÍTÓN:

  • Ásta Björg Björgvinsdóttir - formaður 
  • Harpa Fönn Sigurjónsdóttir - varaformaður 
  • Bryndís Jónatansdóttir - Gjaldkeri 
  • Hallfríður Ólafsdóttir 
  • Stefanía Svavarsdóttir 
  • Hildur Vala Einarsdóttir 
  • Sigríður Eyrún Friðriksdóttir 
  • Elísabet Ormslev 
  • María Magnúsdóttir
Ný stjórn KÍTÓN eftir kjörið í gær. Á myndina vantar Hallfríði Ólafsdóttur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Innlent

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Innlent

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Auglýsing

Nýjast

Stúlkurnar þrjár fundnar

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Tyrkir hóta að afhjúpa allt um morðið

Leiðinlegast að taka strætó í vinnu

Hafa safnað 40 milljónum á 10 árum fyrir börn í neyð

Auglýsing