Ásrún Ýr Gestsdóttir gefur kost á sér til að leiða lista VG á Akureyri fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.
Þetta tilkynnti hún á félagsfundi VG á Akureyri og nágrenni í gærkvöldi.
Ásrún Ýr hefur gegnt ýmsum störfum fyrir VG bæði innan sveitarfélagsins og á landsvísu. Á líðandi kjörtímabili hefur hún setið fyrir hönd VG í frístundaráði og núna hinu nýja sameinaða fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrarbæjar. Einnig hefur hún setið sem varaformaður svæðisfélags VG Akureyrar og nágrennis síðustu fimm ár.
Í tilkynningu til fjölmiðla segir Ásrún Ýr nánar frá sjálfri sér.
„Ég bjó í 11 ár á neðri Brekkunni á Akureyri en flutti á æskuslóðirnar í Hrísey í lok síðasta árs með eiginmanni mínum og börnum. Börnin ganga nú í Hríseyjarskóla eftir að hafa varið leikskólaárum og fyrstu bekkjum grunnskóla á Akureyri,“ segir hún.
„Ég starfaði lengst af á öldrunarheimilinu Hlíð og í Krambúðunum báðum þegar ég bjó á Akureyri. Ég stunda nám við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri þar sem ég legg áherslu á byggðaþróun.“
Segir hún hlakka til að takast á við það krefjandi verkefni sem forval VG verður.