Ingvar Pétur Guðbjörnsson er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra þegar úrslit hafa verið birt úr prófkjöri flokksins. Hlaut hann 219 atkvæði í fyrsta sæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Röð 6 efstu sæta eftir lokaniðurstöður eru svohljóðandi:

  1. sæti: Ingvar Pétur Guðbjörnsson með 219 atkvæði.
  2. sæti: Eydís Þorbjörg Indriðadóttir með 184 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. sæti: Björk Grétarsdóttir með 194 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. sæti: Þröstur Sigurðsson með 213 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. sæti: Svavar Leópold Torfason með 235 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. sæti: Sóley Margeirsdóttir með 254 atkvæði í 1.-6. sæti.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins en hafði ekki erindi sem erfiði og er ekki á listanum. Ekki kom fram í tilkynningunni hve mörg atkvæði hann fékk en gaf aðeins kost á sér til að leiða listann.