Fjölmargir aðdáendur flyktust til Ungverjalands til að fylgjast með frábærri frammistöðu íslenska landsliðsins. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, var þeirra á meðal en hann horfði á Ísland keppa í undanliðlinum. „Ótrúleg liðsheild og kraftur," segir hann um liðið í Facebook-færslu.

Sagan var þá ekki öll heldur náði Ásmundur sér í Covid á ferðalaginu. „Líkt og hálft íslenska liðið," segir Ásmundur.

Hann er nú í einangrun í Borgarnesi en hann varð fremur slappur af veirunni með hósta, kvef, hita og höfuðverk. Hann sé þó allur að koma til.

„Það jákvæða er að þrátt fyrir covid-19 hef ég bæði bragð og lyst þegar kemur að súrmatnum!" segir Ásmundur í færslunni, en með henni fylgi mynd af honum að borða þorramat úr fötu.