Ás­mundur Einar Daða­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður, leggur á­herslu á vald kjós­enda á kjör­degi. „Þetta er dagur þjóðarinnar, ekki stjórn­mála­manna, og fólkið á að fá að kynna sér á­herslur flokkana og kjósa ó­á­reitt og eftir það er það verk­efni stjórn­mála­manna að vinna úr stöðunni,“ segir hann.

Dagurinn er búinn að vera skemmti­legur hingað til, segir Ás­mundur, og gott hljóð í fólkinu. „Þegar þú spurð stjórn­mála­mann að því hvernig hljóðið er í fólkinu á eigin kosninga­skrif­stofu í eigin kosninga­kaffi þá er það alltaf gott. Það væri skrítið ef það væri ekki þannig,“ segir Ás­mundur og slær á létta strengi.

Ás­mundur segist finna fyrir já­kvæðni í flokks­með­limum. „Ég finn það að það er já­kvæðni gagn­vart þeim verkum sem við höfum verið að vinna að. Á sama tíma finn ég að það er já­kvæðni fyrir þeim verkum sem við viljum vinna að í fram­haldinu og byggja á því sem við höfum gert.“

Þá segir Ás­mundur það ekki vera hans að meta hvernig fer heldur sé fram­haldið í höndum kjós­enda og hvetur hann fólk til að nýta kosninga­rétt sinn.

„Ég ætla að fylgja eftir kosninga­bar­áttunni alveg til klukkan tíu. Þá ætla ég að fara í sturtu og skipta um föt og fara svo í kosninga­vöku. Svo verð ég þar með fólkinu inn í nóttina,“ segir Ás­mundur.