Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, mun taka á­kvörðun um hvort sér­stök rann­sókn muni fara fram á með­ferðar­heimilinu Lauga­landi í Eyja­firði. Þetta kom fram í svari Katrínar Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra, við fyrir­spurn Söru Elísu Þórðar­dóttur, vara­þing­mann Pírata.

Ný­lega stigu sex konur fram í Stundinni og lýstu grófu of­beldi sem þær urðu fyrir af hálfu for­stöðu­manns með­ferðar­heimilisins á árunum 1997 til 2007. Sara spurði hvort það væri ekki rétt að efna til rann­sóknar á með­ferðar­heimilinu og for­stöðu­manni þess.

Katrín sagði að fé­lags- og barna­mála­ráð­herra hafði upp­lýst ríkis­stjórnina um að hann væri með þessi mál til skoðunar og hann muni í kjöl­farið fara yfir þau á vett­vangi ríkis­stjórnar og að Ás­mundur muni funda með hópi kvenna sem voru vistaðar á Lauga­landi, samkvæmt Stundinni í dag verður sá fundur 12. febrúar næst­komandi.

„Það hvort rétt sé að efna til rann­sóknar og nú er það svo að þá mun að sjálf­sögðu ráðast af því hvaða mat hæstvirtur fé­lags- og barna­mála­ráð­herra leggur á málið,“ sagði Katrín.

Katrín sagði að for­sætis­ráðu­neytið hefur verið að fara yfir fyrir­komu­lag á rann­sókna á frá­sögnum um of­beldi innan opin­berra stofnanna þá sér­stak­lega vegna vist­heimilisins í Arnar­holti. Ráðu­neytið mun skila vel­ferðar­nefnd minnis­blað um það núna í dag um hvernig slíkum rann­sóknum hefur verið háttað og hvernig væri hægt að hátta þeim.

„Þar eru auð­vitað í stöðunni að nýta þær heimildir sem til staðar eru í lögum hvað varðar rann­sóknar­nefndir Al­þingis en það er líka hægt að setja á lag­girnar sér­stakrar stjórn­sýslu­nefndir en þá þarf sér­staka laga­stoð undir slíkar rann­sóknar­nefndir,“ sagði Katrín.

„Það hefur vakið með mér vanga­veltur í raun og veru hvort eðli­legra væri að við værum með sér­stakri um­fjöllun um opin­berar rann­sóknar­nefndir en ekki ein­göngu rann­sóknar­nefndir á vegum Al­þingis því að vissu­lega er það svo að við erum að sjá ýmis mál koma upp þar sem kallað er eftir á rann­sóknum og sumt á kannski heima fram­kvæmdar­valds megin og annað Al­þingis megin,“ bætti hún við.

Sara þakkaði for­sætis­ráð­herra fyrir greinar­góð og ítar­leg svör en sagði það miður að við Ís­lendingar eigum langa sögu af of­beldi og mis­mun gagn­vart fötluðum og börnum og spurði hún Katrínu hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að þetta muni gerast aftur? Þá mögu­lega með ó­háðu ytra eftir­liti sem færi í frum­kvæðis­at­huganir?

Katrín sagði mikil­vægt að hafa í huga þau laga­frum­vörp sem eru nú til með­ferðar í þinginu um mál­efni barna, þar sem í raun er verið að leggja til ger­breytingu á því stofnana­um­hverfi sem lýtur að mála­efnum barna og barna­verndar.

„Ég hef þá trú að þessi mál verði mikið fram­fara­skref þegar kemur að mál­efnum barna í sam­tímanum. Það er eitt verk­efni og ég held að við séum að gera rétta hluti og ég vona svo sannar­lega að þingið muni ljúka af­greiðslu þessara mála,“ sagði Katrín.