Ásmundur Friðriksson sagði hljóðið gott eftir fyrsta þingflokksfundinn sem nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokkins hélt á þingi í dag.

Ásmundur sagðist ekki búast við ráðherraembætti fari Sjálfstæðisflokkurinn aftur í ríkisstjórn en að hann telji komið að sér að stýra þingnefnd.

„Við erum búin að fá nýja félaga,“ sagði Ásmundur að loknum fundi og að í huganum hafi þingflokkurinn kvatt þá þingmenn sem ekki lengur eru á þingi.

„Við erum að horfa til framtíðar með mikilli bjartsýni.“

Spurður hvernig honum lítist á að halda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi áfram sagði hann að Bjarni fara inn í þær viðræður og að hann miðli því svo áfram til þeirra.

„Hann hafði fullt umboð til að segja það sem hann sagði fyrir kosningar og ég held að það standi við allt. En hann svarar auðvitað fyrir það sem kemur út úr því,“ segir Ásmundur.

Myndirðu sjá fyrir þér að verða ráðherra?

„Nei, ég á ekki von á því.

Formaður í nefnd?

„Jájá, það er algerlega komið að mér í því.“