Ás­mundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segist hafa gefið sínu fólki fyrir austan lof­orð um að bjóða sig fram sem sveitar­stjóra­efni í Rang­ár­þingi ytra. „Frestur rennur út um miðjan febrúar og að ó­breyttu fer ég í fram­boð,“ segir Ás­mundur í Morgun­blaðinu í dag.

Ás­mundur var á ferð og flugi í Rang­ár­þingi ytra um helgina þar sem hann hitti fólk og ræddi verk­efnin sem eru fram undan. Í um­fjöllun Morgun­blaðsins er bent á að Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi löngum átt mikið fylgi meðal kjós­enda á svæðinu en um 1.880 í­búar eru í Rang­ár­þingi ytra, þar af um helmingurinn á Hellu.

Tenging Ás­mundar við svæðið er þó nokkur en hann og eigin­kona hans, Sig­ríður Magnús­dóttir, eiga sumar­hús á svæðinu. Sig­ríður er sjálf frá Lyng­ási, skammt frá Hellu. „Ég kann vel við mig hér í Rang­ár­þingi ytra og ég á hér vini á nánast öðrum hverjum bæ,“ segir hann við Morgun­blaðið.

Ás­mundur hefur setið á þingi frá árinu 2013 en ljóst er að hann hættir á þingi nái hann kjöri.

„Ef spennandi tæki­færi bjóðast stekkur maður stundum til. Ef ég næ kjöri hætti ég á þingi þar sem ég hef átt níu góð ár, stundum í mót­byr og gagn­rýni, sem hefur annars lítið fengið á mig,“ segir Ás­mundur í Morgun­blaðinu í dag.