Klæðnaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vakti athygli í elshúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Svo virtist sem Áslaug væri í útivistarjakka á hinu háttvirta Alþingi. Ekki er að sjá við fyrstu sýn á siðareglum þingmanna á vef Alþingis að það megi ekki vera í útivistarfötum í pontu. Sagði hún svo sjálf á Twitter að hún væri í samfesting.

Spurningin er því sú hvort það megi vera í smekklegum útivistarfötum í pontu þings lýðveldisins hér eftir.

Þetta þótti þó alvarlegra mál með alþingmanninn Elínu Hirst árið 2013 þegar hún steig í pontu þingsins í gallabuxum, nokkuð sem sást ekki, eða þó ívið minna en efri hluti fatnaðar.

Tímarnir hafa svo sannarlega breyst síðan þá og er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson víst þekktur fyrir að vera vanalega á sokkunum á þingi, sem hefur pirrað marga þingmenn á kjörtímabilinu.

Samfestingur en ekki treyja

Uppfært: Um samfesting en ekki treyju var að ræða að sögn Áslaugar sjálfrar sem tjáði sig um málið á Twitter eftir umræðurnar á Alþingi í kvöld.