Ás­laug Thelm­a Ein­ars­dótt­ir hafð­i bet­ur í máli sínu gegn sínu gegn Orku­veit­u Reykj­a­vík­ur, fyrr­ver­and­i vinn­u­veit­and­a sín­um. Henn­i var sagt upp í sept­em­ber árið 2018 eft­ir að hún hafð­i í­trek­að kvart­að und­an fram­kom­u fram­kvæmd­a­stjór­a fyr­ir­tæk­is­ins, Bjarna Más Júlíussonar, sem var henn­ar næst­i yf­ir­mað­ur.

„Það var hann sem sagð­i mér upp og vild­i helst fylgj­a mér beint út úr húsi,“ seg­ir Ás­laug Thelm­a í færsl­u sem hún birt­ir um mál­ið á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i í dag en þar fer hún yfir for­sög­u máls­ins og þakk­ar þeim sem hafa stutt hana í gegn­um mál­ið allt.

Opinberlega smánuð

Ás­laug Thelm­a gagn­rýn­ir mjög í færsl­unn­i það ferl­i sem fór af stað hjá fyr­ir­tæk­in­u og seg­ir frá því hvern­ig hún leit­að­i til stjórn­ar­for­manns vegn­a máls­ins og að fram­kvæmd­a­stjór­inn hafi svo ver­ið rek­inn þrem­ur dög­um síð­ar.

„Sú upp­sögn var sögð vera vegn­a fram­kom­u hans við sam­starfs­fólk en þó var það lát­ið fylgj­a að mitt mál og hans upp­sögn tengd­ust ekki,“ seg­ir Ás­laug Thelm­a og að það sem hafi fylgt eft­ir það hafi ver­ið ó­trú­legt að fylgj­ast með fram­gang­i fyr­ir­tæk­is­ins gegn henn­i og mann­i henn­ar.

„Ég var op­in­ber­leg­a smán­uð á blað­a­mann­a­fund­i sem vinn­u­veit­and­inn boð­að­i til. Jafn­framt vor­um við hjón­in sök­uð um til­raun­ir til fjár­kúg­un­ar í öll­um frétt­a­miðl­um lands­ins fyr­ir það eitt að reyn­a að leit­a eft­ir rétt­látr­i máls­með­ferð. Hér er um að ræða tím­a­mót­a­að­för vinn­u­veit­and­a á hend­ur starfs­mann­i sem von­and­i hef­ur hvork­i sést fyrr né síð­ar,“ seg­ir Ás­laug Thelm­a og gagn­rýn­ir einn­ig það sem hún kall­ar „eft­ir­á­skýr­ing­ar Orku­veit­unn­ar“ en þau báru síð­ar fyr­ir sig að hafa ætl­að að segj­a henn­i upp í maí 2018 en þann mán­uð fékk hún laun­a­hækk­un.

„Nú hef­ur fall­ið dóm­ur mér vil í þess­u máli eft­ir næst­um fjög­urr­a ára bar­átt­u. Ég vild­i óska þess að þess­um tíma ævi minn­ar hefð­i ver­ið var­ið í eitt­hvað upp­bygg­i­legr­a. En ég er þakk­lát fyr­ir að þess­u máli er nú lok­ið og ég þakk­a öll­um þeim sem sýnd­u mér vin­ar­þel og stuðn­ing í bar­átt­unn­i fyr­ir rétt­læt­i,“ seg­ir Ás­laug Thelm­a að lok­um í færsl­unn­i sem má sjá hér að neð­an.

Hér að neðan má sjá eldri fréttir sem hafa verið skrifaðar um málið: