Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, ræddi á að­fanga­dag við lög­reglu­stjórann á höfuð­borgar­svæðinu um mál Ás­mundar­sals á Þor­láks­messu, þar sem efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra var við­staddur, en greint var frá málinu í kvöld­fréttum RÚV.

Að því er kemur fram í frétt RÚV um málið kvaðst Ás­laug ekki vera að skipta sér af rann­sókn málsins með sím­talinu heldur hafi hún rætt upp­lýsinga­gjöf lög­reglu. Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­reglu­stjóri, stað­festir að þær hafi tvisvar talað saman sím­leiðis og það hafi snúist um upp­lýsinga­gjöf.

Lög­regla greindi frá því í til­kynningu að morgni 24. desember 2020 að „einn hátt­virtur ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands,“ hafi verið meðal við­staddra í Ás­mundar­sal þegar lög­reglu bar að garði. Tíu manna sam­komu­bann var þá í gildi en að sögn lög­reglu voru 40 til 50 saman komnir í salnum.

Verið er að endur­skoða reglur um upp­lýsinga­gjöf lög­reglu til fjöl­miðla í ljósi til­kynningar lög­reglunnar, sem flestir voru sam­mála um að væri heldur ó­vana­leg.

„Ég er æðsti yfir­maður lög­reglunnar í landinu og því kemur það oft í minn hlut að svara spurningum sem varða störf hennar. Mér þykir mikil­vægt að vera vel upp­lýst og í góðu sam­bandi við lög­reglu­stjóra til að geta svarað fyrir­spurnum frá al­menningi og fjöl­miðlum,“ sagði Ás­laug í sam­skiptum við RÚV og ítrekaði að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins.

Mál Ás­mundar­sals er enn til rann­sóknar hjá lög­reglu.