Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, vísinda-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, segir að for­sendur séu brostnar fyrir þeim hörðu að­gerðum sem nú eru í gildi vegna kórónu­veirufar­aldursins sem nú geisar.

Það segir Ás­laug Arna í pistli í Morgun­blaðinu í dag. Þar spyr hún tveggja spurninga, hvort að að­gerðirnar hafi átt rétt á sér í upp­hafi far­aldurs og hvort þær eigi rétt á sér nú.

Hún segir að í upp­hafi far­aldurs, þegar ekkert var vitað og veiran var skæðari, hafi verið fylli­lega rétt að bregðast við eins og gert var en núna séu ekki sömu for­sendur til staðar. Stór hluti fólks sé bólu­settur sem veiti þeim góða vörn gegn al­var­legum veikindum auk þess sem nýjasta af­brigði veirunnar, Omíkron, sem er ráðandi núna, sé ekki eins al­var­legt og þau fyrri.

„Það þarf alltaf að rétt­læta með sterkum rökum það sem kalla má harðar að­gerðir ríkisins gagn­vart dag­legu lífi fólks. Það á tví­mæla­laust við þegar fólki er bannað að koma saman, það skikkað til að vera heima hjá sér, fyrir­tækjum er bannað að hafa opið og svo fram­vegis. Þegar ný veira gerði vart við sig fyrir rúmum tveimur árum var ljóst að hún væri hættu­leg og eftir til­vikum ban­væn. Það var því eðli­legt að bregðast skjótt við, reyna eftir bestu getu að tak­marka út­breiðslu hennar og vernda þau sem aug­ljós­lega voru við­kvæmust fyrir henni,“ segir Ás­laug Arna í pistlinum.

Hún segir að þrátt fyrir að til staðar séu veru­lega hertar sam­komu­tak­markanir sjáum við met­fjölda smita á hverjum degi og segir að það verði að af­létta í­þyngjandi tak­mörkunum eins fljótt og þær eru settar á.

„Að lokum má nefna að við búum við ýmis­legt sem er okkur hættu­legt, það er stað­reynd lífsins. Við tökumst á við hættur með ýmsum hætti, leitum lausna og gerum eðli­legar ráð­stafanir. Sem betur fer felast lausnirnar sjaldnast í því að fara ekki út úr húsi,“ segir Ás­laug Arna.

Á morgun kynnir ríkis­stjórnin af­léttingar­á­ætlun sína en þær tak­markanir sem eru í gildi núna gilda til 2. febrúar, eða til þriðju­dags í næstu viku. Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, hefur sagt að honum þyki skyn­sam­legt að fara hægt í af­léttingar. Það kemur í ljós á morgun hvað hann lagði til í nýjasta minnis­blaði sínu til ráð­herra en því skilaði hann honum í vikunni.