Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, sækist eftir 1. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í sam­eigin­legu próf­kjöri Reykja­víkur­kjör­dæmanna sem fram daganna 4. til 5. júní næst­komandi.

„Í störfum mínum síðast­liðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tæki­færi sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð á­hrif á sam­fé­lag okkar og tryggja réttindi ein­stak­linga. Innan Sjálf­stæðis­flokksins, á Al­þingi og sem dóms­mála­ráð­herra. Stjórn­mál eiga að snúast um það að gera sam­fé­lagið betra og rétt­látara þannig að sem flestir geti nýtt þau tæki­færi sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að ein­falda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu,“ segir í til­kynningu frá Ás­laug Örnu.

„Ég vil byggja á bjart­sýni til fram­tíðar, nýta góðar hug­myndir og raun­hæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og sam­keppnis­hæfni landsins og sam­eina ólík sjónar­mið í sam­fé­laginu. Það eru mikil­væg verk­efni fram­undan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tæki­færi sem við þurfum að grípa. Það þarf öflugt fólk í for­ystu­sveit stjórn­málanna og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálf­stæðis­flokkinn í Reykja­vík í komandi kosningum,“ segir þar enn fremur.

Ás­laug Arna var skipuð dóms­mála­ráð­herra 6. septem­ber 2019. Hún hefur verið al­þingis­maður fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn frá 2016 og gegndi for­mennsku í alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Al­þingis, sat í efna­hags- og við­skipta­nefnd og gegndi for­mennsku í Ís­lands­deild NATO. Síðar gegndi hún for­mennsku í utan­ríkis­mála­nefnd Al­þingis og for­mennsku í Ís­lands­deild Al­þjóða­þing­manna­sam­bandsins.

Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra til­kynnti í síðustu viku að hann sækist einnig eftir 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík.

Sem fyrr segir fer próf­kjörið fram 4. til 5. júní næst­komandi.