„Þessi niður­staða veldur vissu­lega von­brigðum því við höfðum vænst þess að fyrri dómi yrði snúið til sam­ræmis við okkar mál­flutning. Margt at­hyglis­vert virðist vera í þessum dómi og rök­stuðningi með honum sem ber að skoða nánar,“ segir Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, í svari til Frétta­blaðsins um niður­stöðu yfir­deildar Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu (MDE) í Lands­réttar­málinu í dag.

Ás­laug Arna segir að sú stað­reynd að yfir­deildin hafi tekið málið til með­ferðar sé stað­festing á því að um þýðingar­mikið lög­fræði­legt á­lita­efni hafi verið að ræða sem fullt til­efni var til að fá ó­yggjandi niður­stöðu um.

„Það varð að eyða allri ó­vissu um stöðu Lands­réttar og dómaranna sem þar voru skipaðir við stofnun hans. Yfir­deildin tekur að­eins örfá mikil­væg mál til úr­lausnar hverju sinni og í þessu til­viki var komin upp sú staða að fyrri dómur MDE gekk þvert á niður­stöðu Hæsta­réttar Ís­lands sem er æðsti dóm­stóll í ís­lenskum dóms­málum,“ segir Ás­laug Arna.

Hún bendir á að niður­staða MDE hafi ekki sjálf­krafa bein á­hrif hér á landi.

„Niður­stöður MDE hafa ekki sjálf­krafa bein á­hrif hér á landi og yfir­deildin hefur með réttu metið það sem svo að mikil­vægt væri að fara yfir for­sendur og niður­stöður fyrri dómsins. Nú liggur sú niður­staða fyrir,“ segir Ás­laug Arna.

Hún segir að þau muni nú rýna í dóminn á­samt sér­fræðingum og gera síðar nánari grein fyrir af­leiðingum hans.

„Við tökum þessa niður­stöðu að sjálf­sögðu al­var­lega enda erum við aðilar að MSE og dómar MDE hafa áður haft mikil á­hrif á þróun ís­lensks réttar en ég endur­tek: Þeir hagga ekki sjálf­krafa úr­lausnum og túlkun ís­lenskra dóm­stóla á ís­lenskum lögum og er ekki bindandi að lands­rétti. Við búum í réttar­ríki þar sem enginn vafi má ríkja um sjálf­stæði dóm­stóla og al­menningur verður að geta borið fullt traust til starf­semi þeirra,“ segir Ás­laug Arna að lokum.