Mið­stjórn Al­þýðu­sam­bands Ís­lands tók þá á­kvörðun á fundi sínum 18. ágúst að af­lýsa mál­efna­hluta þings sam­bandsins sem fara átti fram 8. og 9. septem­ber næst­komandi vegna sam­komu­tak­markana og fjölda smita í sam­fé­laginu.

44. þing Al­þýðu­sam­bands Ís­lands var sett raf­rænt 21. októ­ber á síðasta ári en vegna sam­komu­tak­markana sökum heims­far­aldurs var mál­efna­vinnu frestað til fram­halds­þings.

Til stóð að halda fram­halds­þingið í maí á þessu ári en aftur var það ekki mögu­legt vegna sam­komu­tak­markana og var þinginu enn frestað til 8. til 9. septem­ber í næsta mánuði.

Í til­kynningu frá ASÍ segir að vegna sam­komu­tak­markanna sé ekki hægt að halda þingið því vinnan krefst tal­verðrar sam­vinnu og ná­lægðar. Þótt að notast yrði við sótt­varna­hólf og ítrustu sótt­varna­ráð­stafanir verði tölu­verð hætta á því að þátt­tak­endur gætu þurft að sæta sótt­kví eftir þingi og að stórar sýkingar myndu breiðast út. Auk þess yrði ekki hægt að bjóða upp á neitt fé­lags­líf.

Af þessum sökum telur mið­stjórn ASÍ ekki for­svaran­legt að halda þing­störfum til streitu og á­kvað því á fundi sínum 18. ágúst að frekari þing­störfum verði af­lýst og þinginu slitið.

Pall­borðs­um­ræður með for­ystu­fólki stjórn­mála­flokkanna sem vera átti hluti af dag­skrá þingsins mun fara fram þann 9. septem­ber í beinu streymi. Sá fundur verður kynntur nánar þegar nær dregur.