Sam­kvæmt nýrri skýrslu ASÍ hefur ekki verið brugðist við inn­byggðum veik­leikum í skatt­kerfinu á Ís­landi líkt og gert hafi verið á hinum Norður­löndunum.

„Þegar skattur á fjár­magns­tekjur er lægri en skattur á laun skapast hvatar fyrir ein­stak­linga í eigin at­vinnu­rekstri til að telja laun fram sem fjár­magns­tekjur, svo­kallaður tekju­til­flutningur,“ segir í til­kynningu ASÍ um skýrsluna.

„Á Ís­landi bera fjár­magns­tekjur mun lægri skatt­byrði en launa­tekjur. Skatt­byrði þeirra allra tekju­hæstu lækkar eftir því sem tekjur aukast. Þetta er and­stætt mark­miði fram­sækinna skatt­kerfa, sem byggir á því að skatt­byrði hækkar eftir því sem tekjur aukast,“ segir ASÍ.

Þá er út­skýrt að tekju­til­flutningur felist í því að launa­tekjur séu rang­lega skráðar sem fjár­magns­tekjur.

„Skýrar vís­bendingar eru um að skattasnið­ganga í formi tekju­til­flutnings við­gangist hér á landi. Það á aðal­lega við um at­vinnu­rek­endur með háar tekjur,“ segir ASÍ.

Ó­líkt Norður­löndunum hafi Ís­lendingar ekki brugðist við framan­greindum veik­leikum. „ASÍ telur að reglur sem tak­marka tekju­til­flutning myndu auka ár­legar skatt­tekjur um á bilinu 3-8 milljarða króna.“

Veik­leikar í skatt­kerfinu eru sagðir ýta undir ó­jöfnuð í sam­fé­laginu og eigna­mis­skiptingu.

„Af­nám auð­legðar­skatts dró úr tekju­jöfnunar­hlut­verki skatt­kerfisins. Inn­leiðing á skyn­sam­lega út­færðum stór­eigna­skatti á veru­lega miklar eignir myndu auka tekjur ríkis­sjóðs um meira en 20 milljarða á ári og jafn­framt jafna­skatt­byrði eftir hækkandi tekjum,“ segir ASÍ.

Kallar ASÍ eftir skýrum ramma um auð­linda­gjöld. Gjald­heimta þurfi að ná yfir nýtingu ó­líkra auð­linda, til dæmis fisk­veiði, fisk­eldi, fram­leiðslu raf­orku og nýtingu sem felist í þjónustu við ferða­menn.

„Veiði­gjöld voru 4,9 milljarðar á síðasta ári en mat á auð­lindar­entu fisk­veiða fyrir árin 2008-2019 er á bilinu 30-70 milljarðar á ári en fyrir 2017 var rentan þó metin 15 milljarðar,“ segir ASÍ sem telur að ráðast þurfi í mark­vissar að­gerðir gegn skatt­svikum og undan­skotum sem á­ætlað sér að kosti sam­fé­lagið tugi milljarða ár hvert.