Mið­stjórn Al­þýðu­sam­bands Ís­lands (ASÍ) segist harma við­brögð þeirra at­vinnu­rek­enda sem í kjöl­far ný­gerðra kjara­samninga hafa gripið til upp­sagna á launa­kjörum starfs­manna sinna að sögn vegna þess kostnaðar­auka sem til kemur vegna gildis­töku samninganna.

Í á­lyktun frá ASÍ segir að þeir at­vinnu­rek­endur sem gripið hafa til upp­sagna á ráðningar­kjörum starfs­manna sinna nú í kjöl­far undir­ritunar og sam­þykkis kjara­samninga gangi gegn mark­miðum samninganna og lýsi þannig bein­línis yfir að þeir hyggist ekki efna þá.

„ASÍ skorar á við­komandi at­vinnu­rek­endur að draga nú þegar til baka allar upp­sagnir sem byggðar eru á þessum for­sendum,“ segir í á­lyktuninni.

Jafn­framt á­skilur sam­bandið öllum aðildar­sam­tökum sínum rétt til þess að lýsa yfir ein­hliða riftun ný­gerðra kjara­samninga við þessa sömu at­vinnu­rek­endur vegna þess á­setnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá og hrinda í fram­kvæmd.

Auk þess sé sam­tökunum á­skilinn réttur til þess í kjöl­farið að hefja að­gerðir til þess að knýja á um gerð nýs kjara­samnings við við­komandi aðila og beita til þess öllum til­tækum og lög­mætum þvingunar­að­gerðum til þess að knýja á um gerð þeirra, þar með talið með verk­föllum.

Stéttar­fé­lagið Efling for­dæmdi ný­verið upp­sagnir á hótelunum Capi­tal-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel sem Árni Valur Sólons­son á og rekur. Sagði Efling að rétt eftir sam­þykkt nýrra kjara­­samninga, hafi Árni Valur sent erindi á allt starfs­­fólk þar sem „þess var krafist að það undir­­­ritaði upp­­­sögn á starfs­­kjörum sínum. Þau gætu valið að vera endur­­ráðin á nýjum launa­­kjörum, hönnuð „með það að mark­miði að lækka launa­­kostnað“.“ Ef það sam­þykkti ekki á staðnum var það á­litið jafn­­gilda upp­­­sögn.

Árni þver­tók fyrir slíkt í sam­tali við Frétta­blaðið. „Það hefur engum verið sagt upp hjá mér,“ segir Árni. „Ég er að borga lang­bestu launin fyrir þessi störf í bænum. Ég er bara að segja upp launa­liðnum, sem sagt því sem ég er að borga um­fram taxta,“ sagði hann.