Helgi Björnsson leikari og tónlistarmaður og Ásgeir Guðmundsson framkvæmdastjóri Innipúkans verða gestir Fréttavikunnar á Fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18:30 í kvöld. Rætt verður um útihátíðir um Verslunarmannahelgina fyrr og nú og margt áhugavert rifjað upp. Einnig ummæli Ásgeirs um Þjóðhátíðargesti í Vestmannaeyjum sem bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum var síður en svo ánægður með.

Helgi og Ásgeir þekkjast vel svo Helgi kom Ásgeiri skemmtilega á óvart í þættinum eins og heyra má hér.