Ásdís Halla Braga­dótt­ir, rithöfundur og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, hef­ur verið ráðin verk­efn­is­stjóri við und­ir­bún­ing nýs vís­inda-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is sem heyrir undir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Fram kemur í tilkynningu að Ásdís Halla muni starfa í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytinu en vinna náið með öðrum starfs­mönn­um Stjórn­ar­ráðsins að þessu verk­efni en í því felst meðal ann­ars að móta skipu­lag aðalskrif­stofu nýs ráðuneyt­is og skipt­ingu þess í fagskrif­stof­ur.

Ásdís Halla hef­ur fjölþætta reynslu úr bæði stjórn­sýslu og at­vinnu­lífi. Hún lauk meist­ara­gráðu í op­in­berri stjórn­sýslu frá Har­vard há­skóla og MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Auk ritstarfa hefur hún síðustu ár komið að stofn­un og rekstri fyr­ir­tækja í heil­brigðis- og vel­ferðarþjón­ustu.