Vinna stendur yfir við að fjarlægja asbest úr risi aðalbyggingar Landspítalans við Hringbraut „Þarna er um að ræða asbestklæðningar í tæknirými í risinu. Við breytingar á loftræstikerfum í þeim hluta voru fengir viðurkenndir aðilar til að fjarlægja allt asbest á því svæði og koma til förgunar samkvæmt reglum þar um. Þessi vinna fór fram að hluta árið 2019 en vinnan sem nú stendur yfir ætti að klárast á næstu dögum,“ segir Birna Helgadóttir, forstöðumaður aðfanga og umhverfis á þjónustusviði Landspítalans

Að hennar sögn er asbestklæðningar að finna á takmörkuðum svæðum í eldri húsum Landspítalans sem byggð voru á árunum 1930-1960.