Davíð Þór Jóns­son, sóknar­prestur í Laugar­nes­kirkju segir það ekki til neins að draga á­kvörðun þeirra til baka að af­þakka heim­sókn skóla­barna á vegum Laugar­nes­skóla á að­ventunni. Hann tekur lítið fyrir gagn­rýni Birgis Þórarins­sonar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokksins, sem sagði Davíð Þór hafa kveikt ó­friðar­bál.

„Mér finnst þessi gagn­rýni mjög ó­mak­leg, að á­sakanir um að við séum að kynda eitt­hvað ó­friðar­bál eru út í hött vegna þess að við erum ein­mitt að slökkva það. Skóla­heim­sóknir hafa fallið niður núna tvö ár í röð út af Co­vid,“ segir Davíð Þór í sam­tali við Frétta­blaðið

Um­ræða meðal for­eldra um að leggja skóla­heim­sóknir af

Davíð Þór segir tvo starfs­menn Laugar­nes­kirkju, þar á meðal hann sjálfur, eiga börn í Laugar­nes­skóla. Þau hafi tekið eftir um­ræðu á meðal for­eldra í skólanum að undir­skrifta­söfnun um að leggja niður þessar skóla­heim­sóknir í kirkjuna á að­ventu væri í undir­búningi.

Fyrsta við­bragð kirkjunnar hafi verið: „Þá tökum við þennan slag“, en fljót­lega hafi þau hugsað „Hvað svo?“, "Bíður hann þá eftir okkur aftur næsta haust og ef við vinnum hann, þá þar næsta haust og á það að vera eðli­legur hluti af starfi okkar hér í kirkjunni að vera í stríði við ein­hvern hluta af nær­um­hverfi okkar a hverju hausti þangað til að við töpum,“ segir Davíð Þór.

„Í staðinn fyrir að fara þá leið, ís­lensku leiðina, sem er að í hvert skipti sem á­greiningur kemur fram þá eru grafnar skot­grafir svo enginn þurfi að bakka um hálfan sentí­metra og svo er öskrað í kross úr skot­gröfunum þangað til að allir verða þreyttir, engin niður­staða fæst og öllum líður ömur­lega á meðan,“ segir hann.

Laugar­nes­kirkja hafi því farið að leita lausna sem allir væru sáttir við. Á­kvörðunin hafi verið að af­þakka heim­sóknir skóla­barnanna á vegum skólans og bjóða þeim frekar eftir skóla, á milli 15 og 17 alla fyrstu vikuna í að­ventunni, „þar sem við tökum á móti börnum á grunn­skóla­aldri þar sem þau koma með for­eldrum sínum og vina­hópar geta tekið sig saman og komið.“

Davíð Þór segir kirkjuna og for­eldra­fé­lag skólans eiga í góðu sam­starfi. „Þannig að við tókum þá á­kvörðun að for­eldra­fé­lag Laugar­nes­skóla hefur á­byggi­lega um mikil­vægari hluti að tala saman en um hvort að­ventu­heim­sóknir eigi að fara fram á vegum skólans eða ekki,“ segir hann.

„Þetta var hugsað af okkar hálfu sem að­ferð til þess að bera klæði á vopnin, enginn tapar neinu, allir eiga að geta gengið sáttir í burtu og við spörum okkur öskur­keppni úr skot­gröfum sem annars hefur hlotist af þessum á­greiningi.“

Ekki til neins að draga á­kvörðunina til baka

„Við gætum alveg fallið frá þessari á­kvörðun, en það myndu engin skóla­börn koma,“ segir Davíð Þór. Þrýstingurinn frá for­eldrum hefði verið það mikill að skólinn hefði að lokum slitið þessu sam­bandi, að sögn Davíðs og vísar hann í við­tal mbl.is við Sig­ríði Heiðu Braga­dóttur, skóla­stjóra Laugar­nes­skóla, þar sem hún sagði á­kvörðun kirkjunnar vera skyn­sam­leg.

„Við ræddum þetta í skóla­ráði í vor og svo ætluðum við að funda með kennurum skólans, en svo kom þessi til­kynning bara á undan,“ sagði Sig­ríður Heiða í við­talinu.

„Þannig að það væri ekki til neins að taka á­kvörðunina til baka, við erum bara mjög sátt við það að við skyldum fá færi á því að ljúka þessu máli í vin­semd, þannig að allir gætu gengið sáttir burt,“ segir Davíð.

„Við erum ekki að fara að aftur­kalla þessa á­kvörðun, enda myndi það engu breyta. Það myndi ein­göngu þýða að við myndum fá bréf frá Laugar­nes­skóla sem okkur langar ekkert að fá, þar sem væri tekið fram að skóla­heim­sóknir á vegum skólans heyrðu sögunni til. Við viljum frekar vera þeir sem senda þetta bréf.“