Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og keppinautur hans, Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hafa í dag og í gær kennt hvor öðrum um stigmagnandi ofbeldi í Portland borg í Oregon.
Hörð átók mótmælendahópa, stuðningsmanna forsetans og lögreglu hafa geisað í borginni undanfarna daga. Nýliðna helgi var maður skotinn til bana þegar til átaka kom á milli stuðningsmanna forsetans og mótmælenda á vegum Black Lives Matter hreyfingarinnar.
Bandaríkjaforseti fór í gær hörðum orðum um borgarstjórann Ted Wheeler á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann sakaði hann um að gefa grænt ljós á „dauða og eyðileggingu“ eigin borgar. Hann segir borgarbúa þrá „lög og reglu“ sem borgarstjórar Demókrataflokksins, líkt og Wheeler, og Joe Biden muni aldrei geta veitt þeim.
Í tilkynningu vegna málsins segir Biden að ofbeldið í Portland sýni svart á hvítu hvernig Bandaríki forsetinn standi fyrir.
„Trump getur trúað því að það að tísta um lög og reglu geri hann sterkan, en brestur hans á því að kalla eftir því að stuðningsmenn sínir hætti að sækjast eftir áflogum, sýnir hve veiklykndur hann er.“
Í frétt BBC um málið kemur fram að lögreglan hafi enn ekki gefið upp nafn mannsins sem skotinn var um helgina. Stofnandi hægri öfgahópsins „Patriot Prayer,“ sem er meðal stuðningshópa Trump, fullyrðir að maðurinn sem hafi látist hafi heitið Aaron „Jay“ Danielson, og að hann hafi verið góður vinur sinn.
Til átakanna kom eftir að um þúsund stuðningsmenn Trump þustu á um sexhundruð bílum niðrí miðbæ Portland. Samkvæmt lögreglunni voru tíu manns handteknir í óeirðunum.
..The people of Portland, like all other cities & parts of our great Country, want Law & Order. The Radical Left Democrat Mayors, like the dummy running Portland, or the guy right now in his basement unwilling to lead or even speak out against crime, will never be able to do it!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020