Asa­dullah Sarwary bíður enn upp­lýsinga frá yfir­völdum um hvort honum og sonum hans, Ali og Mahdi, verði vísað úr landi og til Grikk­lands þar sem þeir hafa áður fengið al­þjóð­lega vernd. Feðgarnir áttu að fara af landi brott síðasta mánu­dags­morgun, en brott­vísun var frestað eftir að annar drengurinn fékk tauga­á­fall vegna kvíða yfir brott­vísuninni.

Blaða­maður hitti Asa­dullah síðast á föstu­daginn fyrir viku síðan, þegar brott­vísun var yfir­vofandi. Í dag er að­eins léttara yfir honum, en hann þó með miklar á­hyggjur.

Asa­dullah segir að hann honum líði vel í dag en að það sé enn ekkert að frétta af máli hans. Hann bíði enn.

Ertu von­góður miðað við at­burði síðustu daga að þið fáið að vera á­fram á Ís­landi?

„Ég er mjög glaður að fá að vera enn á Ís­landi, en er mjög hræddur við brott­vísunina. Ég kom til Ís­lands til að vera á Ís­landi.," segir Asa­dullah.

Eins og fyrr segir fékk sonur Asadullah taugaáfall síðasta sunnudag. Hann hefur frá því fengið að­stoð á BUGL, auk þess sem hann fékk á­vísuð svefn­lyf á spítalanum.

„Á spítalanum fékk hann svefn­lyf sem hann þarf að taka áður en hann fer að sofa. Svo er hann búinn að fara að hitta sér­fræðinga tvisvar í vikunni,“ segir Asa­dullah.

Spurður hvort hann telji að hann þurfi meiri hjálp segir Asa­dullah að hann bíði þess að leita meiri að­stoðar þar til hann fær svör frá lög­reglu varðandi brott­vísun hans.

„Áður en okkur var til­kynnt um á­kvörðunin léku strákarnir sér í spjald­tölvu, fóru út að hjóla og voru hamingju­samari. En eftir þá eru þeir ekki eins glaðir og vilja ekki leika sér. Áður fórum við oft í sund og vorum þar í kannski tvær eða þrjár klukku­stundir. Ég reyndi að fara með þá í sund í gær, en annar vildi ekki fara ofan í. Þeir vilja vera heima þar sem er öruggt,“ segir Asa­dullah.

Feðgarnir tóku ekkert með sér þegar þeir flúðu Afganistan. Á myndinni má sjá þá eftir komuna til Grikk­lands. Allar eigur þeirra sem þeir flúðu með má sjá á myndinni. Þeir áttu engin hrein föt þannig þeir þurftu að þrífa föt sín í þessum polli.
Mynd/Asadullah Sarwary

Komust til Grikklands í björgunarbát

Asa­dullah og drengirnir eru ekki kvíðnir og hræddir að á­stæðu­lausu. Verði þeim vísað úr landi verður það til Grikk­lands, þar sem þeir dvöldu áður í um tvö og hálft ár.

„Það er ekkert í Grikk­landi. Ef við verðum sendir þangað aftur. Flótta­manna­búðirnar eru allar fullar. Ég veit ekki hvað ég ætti að gera í þessum að­stæðum. Við myndum þurfa að búa á götunni, eða undir ein­hverri brú. Það er ekkert í Grikk­landi,“ segir Asa­dullah.

Drengirnir hafa, auk þess að þurfa að búa á götunni, þurft að ganga í gegnum ýmis erfið ferða­lög. Þeir flúðu til Grikk­lands yfir hafið frá Tyrk­landi í björgunar­bát úr plasti. Ferðin tók alls þrjá klukku­tíma.

Hér að neðan má sjá myndskeið sem Asadullah tók í bátsferðinni frá Tyrklandi til Grikklands.

Krefjast endurupptöku

Magnús D. Norð­dahl, lög­maður Asa­dullah, skilaði inn til kæru­nefndar út­lendinga­mála endur­upp­töku­beiðni vegna máls Asa­dullah. Þar er þess krafist að fyrri úr­skurður um að mál feðganna verði ekki tekið til efnis­legrar með­ferðar verði fellt úr gildi. Til vara er þess krafist að nefndin sam­þykki frestun réttar­á­hrifa þannig að fjöl­skyldan geti dvalið hér á landi meðan dóm­stólar komast að endan­legri niður­stöðu.

Krafan er byggð á þeim grund­velli að að­stæður hafi breyst veru­lega frá því að á­kvörðun var tekin í febrúar og desember um að um­sókn þeirra yrði ekki tekin til efnis­legrar með­ferðar. Segir að það séu hags­munir fjöl­skyldunnar allrar og ekki síst barnanna að málið verði endur­upp­tekið og skoðað betur.

„Nú liggur fyrir mat geð­læknis og hjúkrunar­fræðings á BUGL þess efnis að um­bjóðandi minn, …, sé ekki í á­standi til þess að fara í flug vegna van­líðan og mikils kvíða, sam­kvæmt hjá­lagðri bráða­mót­töku­skrá,“ segir í kröfunni.

Þar segir einnig að gögn málsins bendi til þess að um­bjóðandi hans glími við al­var­leg ein­kenni bæði kvíða og depurðar, auk ein­hverra á­falla­ein­kenna, auk þess sem læknar meta svo að hann upp­fylli skil­yrði fyrir þung­lyndis­kast [e. depressi­ve epis­ode].

Magnús segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það sé alls ó­víst hve­nær úr­skurður nefndarinnar er væntan­legur, en það geti tekið allt að nokkrar vikur.

Mótmælt í dag

Í dag eru skipu­lögð mót­mæli til að mót­mæla brott­vísunum barna og hafa mál bæði Sarwary feðgana og Safari fjöl­skyldunnar haft mikil á­hrif þar á. Spurður hvort hann hafi heyrt af mót­mælunum segir Asa­dullah nei, en segir að hann sé mjög þakk­látur stuðningnum.

Spurður hvort hann ætli að mæta á mót­mælin svarar hann því játandi og brosir.