Innlent

Líkams­leifarnar í Faxa­flóa voru af Arturi

​Líkamsleifar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í mars síðastliðnum eru af Artur Jarmoszko, ungum pólskum manni, sem hvarf 1. mars í fyrra.

Artur Jarmoszko var 26 ára þegar hann hvarf.

Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Artur Jarmoszko, ungum pólskum manni, sem hvarf þann 1. mars 2017.  Niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir fyrr í vikunni og í kjölfarið var aðstandendum tilkynnt að um Artur væri að ræða. Ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 

Umfangsmikil leit

Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit var gerð á svæðinu þar sem beinin komu í veiðarfærin og fleiri líkamshlutar fundust. Að leitinni komu meðal annars áhöfn varðskipsins Tý, kafaradeild Landhelgisgæslunnar og kafaradeild ríkislögreglustjóra.

Þá var notast við kafbát, þar sem kafa þurfti á gríðarlegu dýpi þar sem kafarar komast ekki að. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra var falið bera kennsl á líkamsleifarnar og voru sýni send til Svíþjóðar til greiningar, fyrst eitt sýni og viku síðar voru tvö sýni til viðbótar send út. 

Skýrslur teknar af fjölda fólks

Eftir hvarf Arturs í fyrra var víðtæk leit var gerð að honum og skýrslur teknar af fjölda fólks vegna rannsóknar á hvarfinu. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1 mars í fyrra, í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. 

Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. 

Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. 

Skömmu eftir hvarfið réð fjölskylda Arturs pólskan einkaspæjara til að grennslast fyrir um hvarfið, án árangurs. Formlegri leit var hætt 25. mars í fyrra, tæpum mánuði eftir hvarfið. 

Sem fyrr segir telur lögregla á þessari stundu að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Engin merki voru um áverka á líkama eða höfuðkúpu Arturs. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Kennslanefnd verst frétta

Innlent

Líkams­leifar fundust við Snæ­fells­nes

Innlent

Fiskibátur fann líkamsparta við veiðar á Faxaflóa

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Auglýsing