Innlent

Arró hafði leitað að forngripunum árum saman

Arró hefur haft áhuga á sögu frá unga aldri. Hann stundaði uppboð í Evrópu og Ameríku og kom sér upp ágætu safni.

Arró er mikið á faraldsfæti og er nú í Taívan. Mynd/Aðsend

Ég var næstum búinn að fá taugaáfall þegar ég las hvað hafði orðið um gripina mína,“ segir Arró Stefánsson við Fréttablaðið. Arró las um það í fjölmiðlum um helgina að forngripasafnið hans hefði fundist í nytjagámi hjá Sorpu. Í ljós kom að frænka hans hafði verið að taka til í geymslu og hefði hent dýrgripunum.

Sjá einnig: „Frænka mín henti fornmununum mínum“

Arró, sem er nú í Taívan, segist alltaf hafa verið mikill áhugamaður um sögu. Hann hafi safnað fornmunum frá því hann var unglingur. „Áhugi minn á söfnun hófst eiginlega út frá því að maður las um alla þessa viðburði og persónur úr mannkynsögunni. Á Íslandi virkaði þetta svo svakalega fjarlægt. Maður las um Rómverja og Grikki en gat hvergi séð leifar af veru þeirra á jörðinni á Íslandi. Ég ákvað að gera eitthvað í því og ég byrjaði að safna,“ útskýrir Arró.

Hann segist hafa stundað uppboð og að hann hafi keypt muni í forngripaverslunum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hafi þetta allt orðið meira lifandi fyrir sér.

Hann segist oft hafa verið að flytja á milli landa og að hann hafi fyrir vikið sett munina í geymslu hjá ömmu sinni og afa. „En ég var greinilega ekki eini sem nýtti mér þessa aðstöðu og einhvern veginn endaði þetta í umsjá frænku minnar,“ segir hann.

Hann segir að svo virðist sem hún hafi tekið full vel til í geymslunni því kassann hafi hann ekki fundið þegar hann ætlaði að vitja hans. Hann hafi verið búinn að leita að honum í mörg ár.

Á sunnudaginn vaknaði hann svo að sögn upp við „stanslaus“ skilaboð frá vinum og ættingjum sem höfðu séð grein um fundinn á mbl.is. Honum brá við að sjá fréttirnar en hann er feginn að þeir rötuðu í traustum höndum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. 

Eins og fram kom í morgun er hann nú í samskiptum við starfsfólk safnsins til að komast að lausn í málinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Innlent

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Innlent

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Auglýsing

Nýjast

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

For­sætis­nefnd fékk erindi um mál Ágústs Ólafs

Auglýsing